Handbolti

Gunnar Steinn semur við Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnar Steinn mun spila í Garðabænum á næsta tímabili. Stjarnan birti þessa fínu mynd af honum í Stjörnubúningnum með fréttatilkynningu dagsins.
Gunnar Steinn mun spila í Garðabænum á næsta tímabili. Stjarnan birti þessa fínu mynd af honum í Stjörnubúningnum með fréttatilkynningu dagsins. Stjarnan

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að Gunnar Steinn Jónsson muni ganga til liðs við félagið í sumar eftir 12 ár í atvinnumennsku. Ásamt því að leika með liðinu mun hann sinna hlutverki aðstoðarþjálfara.

Gunnar Steinn hefur eins og áður sagði verið atvinnumaður í 12 ár og leikið í Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og nú síðast Þýskalandi. Snemma á þessu ári samdi hann við Göppingen um að leika með liðinu út tímabilið. Var hann í raun að leysa Janus Daða Smárason af hólmi en Janus Daði fór á aðgerð í öxl í febrúar.

Gunnar Steinn hefur því ákveðið að skrifa undir hjá Stjörnunni og mun leika í Olís-deild karla á næsta ári.

„Eftir 12 ár á Evróputúr með fjölskylduna þá tókum við nú ákvörðun að halda heim á klakann góða. Patrekur og stjórn Stjörnunnar heilluðu mig með því verkefni sem þeir hafa hrint af stað í Garðabænum og verður spennandi að taka þátt í því,” segir Gunnar Steinn meðal annars í tilkynningu Stjörnunnar.

Alls á Gunnar að baki 42 landsleiki og tók til að mynda þátt á EM 2014 ásamt HM 2015 og 2017. Hann var á dögunum valinn í landsliðið eftir að hafa ekki spilað með því í nokkur ár.

ó ð ð ö Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Gunnar Steinn Jónsson er...

Posted by Stjarnan Handbolti on Thursday, April 22, 2021

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×