Fleiri fréttir

Aron Pálmarsson ekki með gegn Lettlandi

Aron Pálmarsson er á leið heim til Íslands í meðferð á meiðslum sínum. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar landsliðið mætir Lettum í lykilleik í undankeppni EM 2012 í handknattleik á morgun. Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður HK hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Arons.

Þórir samdi við pólska stórliðið Kielce

Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce. Þórir sem leikið hefur með þýska 1.deildarliðinu Lübbecke síðastliðin ár er fyrsti Íslendingurinn sem semur við Kielce.

Stelpurnar unnu stærsta sigurinn í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið vann stærsta sigurinn í öllum átta umspilsleikjunum sem fóru fram um helgina í undankeppni HM handbolta kvenna. Úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að íslenska liðið verði þar eftir 19 marka sigur á Úkraínu. Næststærsti sigurinn var 16 marka sigur Svartfellinga á Tékkum.

Alfreð sektaður um rúmar 400 þúsund krónur og dæmdur í bann

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska liðsins Kiel, var dæmdur í eins leiks bann og til þess að greiða 2500 evrur í sekt af aganefnd evrópska sambandsins vegna ummæla sinna eftir leik Kiel og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vetur. Sektin nemur um 416 þúsund íslenskum krónum.

Arna Sif skiptir um lið í dönsku deildinni

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir er búin að finna sér nýtt lið í dönsku úrvalsdeildinni en hún er búin að semja við Aalborg DH liðið eftir að hafa spilað með Team Esbjerg á síðasta tímabilið.

Glæsilegur sigur á Úkraínu

Ísland vann í gær frábæran nítján marka sigur á Úkraínu í forkeppni HM 2011 í Brasilíu. Liðin mætast aftur um næstu helgi en aðeins stórslys getur komið í veg fyrir að Ísland sé nú á leið á sitt annað stórmót í handbolta í röð.

Stelpurnar stórkostlegar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar.

Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug

Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð.

Guðný Jenný: Góð vörn fyrir framan mig

Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti stórleik í íslenska markinu þegar að Ísland vann nítján marka sigur á Úkraínu, 37-18, í undankeppni HM 2011 í Brasilíu.

Anna Úrsúla: Við keyrðum yfir þær

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að íslenska landsliðið hafi átt von á erfiðum leik gegn Úkraínu í dag en að annað hafi komið á daginn.

Ótrúlegur nítján marka sigur á Úkraínu

Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi.

Füchse Berlin tryggði sér þriðja sætið

Füchse Berlin tryggði sér þátttökurétt í aðalkeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta á næstu leiktíð með góðum útisigri á Magdeburg, 30-24, í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Anton og Hlynur dæma í Póllandi

Íslenskir handknattleiksdómarar verða á ferð og flugi í júní þegar leikið er í undankeppni EM hjá karlaliðunum.

Guðjón Valur sjóðheitur í stórsigri

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í kvöld er það valtaði yfir Friesenheim, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Oddur fer ekki til Wetzlar

Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson gangi í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Wetzlar sem Kári Kristján Kristjánsson leikur með.

Hópur Guðmundar klár fyrir leikina við Lettland og Austurríki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í 2 landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Eru þetta síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu.

Rakel Dögg: Spiluðum betur í kvöld

Rakel Dögg Bragadóttir átti stórleik fyrir Ísland í tapinu gegn Svíþjóð og eins og alþjóð veit eru hún mikil keppnismanneskja og vildi ekki heyra minnst á að eins marks tap gegn Svíþjóð væru í raun góð úrslit.

Ágúst Jóhannsson: Gefur mikið sjálfstraust

Ágúst Jóhannsson var eðlilega svekktur að loknu eins marks ósigrinum gegn Svíþjóð í kvöld, „Ég er hrikalega svekktur, mér fannst við spila frábærlega, sérstaklega varnarlega stærsta hluta leiksins. Það er svekkjandi að ná ekki að leggja silfurlið Svía að velli,“sagði Ágúst.

Gummersbach bjargað frá gjaldþroti

Forráðamönnum þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach hefur tekist að bjarga félaginu frá gjaldþroti og því fær liðið áfram keppnisleyfi í þýsku úrvalsdeildinni.

Barcelona vann líka Meistaradeildina í handbolta

Handboltalið Barcelona fylgdi í dag í fótspor knattspyrnuliðs félagsins frá því í gær með því að tryggja sér sigur í Meistaradeild Evrópu. Barcelona vann öruggan þriggja marka sigur á Ciudad Real, 27-24, í uppgjör tveggja spænskra liða í úrslitaleiknum í Köln.

Füchse vantar eitt stig í viðbót til að komast í Meistaradeildina

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu öruggan níu marka sigur á HSG Wetzlar, 26-17, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Füchse-liðinu vantar því aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum

Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum.

Ágúst: Eigum raunhæfa möguleika á HM-sæti

Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu.

Nær Rhein-Neckar Löwen þriðja sætinu? - í beinni á Sporttv

Úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta í dag og verður hægt að sjá bæði úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið í beinni á Sporttv.is. Það verður alspænskur úrslitaleikur en áður munu Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen reyna að tryggja sér þriðja sætið.

Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Spænskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni

Það verða spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta en bæði lögðu þýska andstæðinga í undanúrslitaleikjum sínum í dag.

Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir Barcelona

Barcelona komst í dag í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 30-28 sigur á Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitaleik liðanna í Lanxess Arena í Köln. Barcelona lagði gruninn að sigrinum með því að skora fimm mörk í röð um miðjan seinni hálfleik.

Meistaradeildin í handbolta í beinni á SportTV.is

SportTV.is verður með beina útsendingu frá því þegar úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta um helgina en undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn er síðan spilaður á morgun.

Búnir að hugsa um Barcelona í tvær vikur

Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Köln um helgina. Í undanúrslitum mætast Ciudad Real og Hamburg annars vegar og Barcelona og Rhein-Neckar Löwen hins vegar. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun.

AGK á leiðinni í Legoland

Þegar bandarísk lið lyfta meistaratitli þá er hefðin að fara í Disney-land. Í Danmörku fara menn í Legoland.

Íris Ásta á leið til Álaborgar

Skyttan örvhenta í Íslandsmeistaraliði Vals, Íris Ásta Pétursdóttir, er á leiðinni til Álaborgar þar sem hún verður til reynslu í vikutíma.

Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár.

Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu

Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH.

Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti

Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra.

Strákarnir unnu öðru sinni

U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir