Handbolti

Füchse Berlin berst um þriðja sætið í beinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts
Stöð 2 Sport 3 mun sýna beint frá viðureign Magdeburg og Füchse Berlin í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Um mikilvægan leik er að ræða fyrir Füchse Berlin því með sigri í dag gulltryggir liðið sér þriðja sæti deildarinnar og sleppur þar með við að þurfa að fara í gegnum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í haust.

Füchse Berlin er í harðri samkeppni við Rhein-Neckar Löwen um þriðja sætið en dugir jafntefli í dag til tryggja sér það. Liðið í fjórða sætinu kemst vissulega í Meistaradeildina en þarf að fara í áðurnefnda forkeppni.

Leikurinn hefst klukkan 14.30 og fer þá fram heil umferð. Rhein-Neckar Löwen mætir Lemgo á útivelli.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Füchse en betra markahlutfall. Liðið mætir í dag Lübbecke á heimavelli.

Hamburg er fyrir löngu búið að tryggja sér þýska meistaratitilinn enda liðið með sjö stiga forystu á Kiel. Hamburg hefur aðeins tapað sex stigum í allan vetur.

Alfreð Gíslason þjálfar Kiel, Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin og Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen.

Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika í dag sinn kveðjuleik með Löwen en þeir eru á leið til AG Kaupmannahafnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×