Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 11:15 Ragnar Jóhannsson, Halldór Guðjónsson, Ólafur Gústafsson, Daníel Freyr Andrésson og Ásbjörn Friðriksson. Mynd/Heimasíða FH Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH. Ragnar er tvítug örvhent skytta og einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann verður mikill liðsstyrkur, sérstaklega þar sem Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur í atvinnumennsku. Samkomulag milli félaganna felur í sér að Ragnar er losaður undan samningi sínum við Selfoss og gerir eins árs samning við FH. Ásbjörn Friðriksson, 22 ára miðjumaður, framlengdi samning sinn til eins árs. Akureyringurinn hefur spilað með FH undanfarin þrjú ár og er að ljúka sínu besta tímabili með liðinu. Hann var kjörinn besti leikmaðurinn á lokahófi FH og var líka valinn í úrvalslið N1-deildarinnar. Ásbjörn hefur einnig náð góðum árangri sem þjálfari í yngri flokkum félagsins og mun nú taka við starfi yfirþjálfara. Ólafur Gústafsson, 21 árs rétthent skytta, hefur einnig gert nýjan samning við FH til tveggja ára. Ólafur, sem glímt hefur við erfið og langvinn meiðsli, var gríðarlega sterkur fyrir FH-liðið þegar leið á tímabilið og mun taka við skyttustöðunni af fyrrnefndum Ólafi Guðmundssyni. Daníel Freyr Andrésson, 21 árs markmaður, gerði nýjan þriggja ára samning við FH. Daníel spilaði sífellt stærra hlutverk á nýafstöðnu tímabili og blómstraði í úrslitakeppninni í vor. Daníel er einn alefnilegasti markmaður landsins og verður mikilvægur hlekkur í liði FH á komandi tímabili. Halldór Guðjónsson, tvítugur örvhentur leikmaður sem bæði getur spilað sem hornamaður og skytta, framlengdi samning sinn við FH. Halldór byrjaði síðastliðið tímabil í U-liði FH sem spilaði í 1. deild. Eftir að hafa farið mjög vel af stað með því liði vann hann sig smám saman upp í aðalliðið þar sem hann vakti verðskuldaða athygli. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH. Ragnar er tvítug örvhent skytta og einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann verður mikill liðsstyrkur, sérstaklega þar sem Ólafur Guðmundsson er á leið til Danmerkur í atvinnumennsku. Samkomulag milli félaganna felur í sér að Ragnar er losaður undan samningi sínum við Selfoss og gerir eins árs samning við FH. Ásbjörn Friðriksson, 22 ára miðjumaður, framlengdi samning sinn til eins árs. Akureyringurinn hefur spilað með FH undanfarin þrjú ár og er að ljúka sínu besta tímabili með liðinu. Hann var kjörinn besti leikmaðurinn á lokahófi FH og var líka valinn í úrvalslið N1-deildarinnar. Ásbjörn hefur einnig náð góðum árangri sem þjálfari í yngri flokkum félagsins og mun nú taka við starfi yfirþjálfara. Ólafur Gústafsson, 21 árs rétthent skytta, hefur einnig gert nýjan samning við FH til tveggja ára. Ólafur, sem glímt hefur við erfið og langvinn meiðsli, var gríðarlega sterkur fyrir FH-liðið þegar leið á tímabilið og mun taka við skyttustöðunni af fyrrnefndum Ólafi Guðmundssyni. Daníel Freyr Andrésson, 21 árs markmaður, gerði nýjan þriggja ára samning við FH. Daníel spilaði sífellt stærra hlutverk á nýafstöðnu tímabili og blómstraði í úrslitakeppninni í vor. Daníel er einn alefnilegasti markmaður landsins og verður mikilvægur hlekkur í liði FH á komandi tímabili. Halldór Guðjónsson, tvítugur örvhentur leikmaður sem bæði getur spilað sem hornamaður og skytta, framlengdi samning sinn við FH. Halldór byrjaði síðastliðið tímabil í U-liði FH sem spilaði í 1. deild. Eftir að hafa farið mjög vel af stað með því liði vann hann sig smám saman upp í aðalliðið þar sem hann vakti verðskuldaða athygli.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira