Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 14:30 Mynd/Ole Nielsen Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni