Rakel: Ríkir bjartsýni í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 14:30 Mynd/Ole Nielsen Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel. Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði segir að íslenska kvennalandsliðið sé staðráðið í að komast á fleiri stórmót á næstu árum. Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM í Brasilíu. Liðið mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum í næsta mánuði þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Liðið mætir fyrst sterku liði Svíþjóðar í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni. Sá fyrri er í dag klukkan 16.00 og svo annað kvöld klukkan 19.30. „Það ríkir fyrst og fremst mikil tilhlökkun í hópnum," sagði Rakel Dögg í samtali við Vísi um verkefnið sem er fram undan. „Við erum bjartsýnar og einbeittar en vitum samt að þetta verður erfitt enda er Úkraína með mjög sterkt lið." „Við teljum okkur samt eiga möguleika og er mjög mikilvægt að við nýtum vel þann tíma sem við höfum fram að þessum leikjum. Þess vegna skiptir það miklu að við stöndum okkur vel í æfingaleikjunum gegn Svíþjóð." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar að stelpurnar kepptu á EM í Danmörku í desember síðastliðnum. Allir leikirnir töpuðust en Rakel segir að reynslan sem liðið öðlaðist hafi verið dýrmæt. „Við vorum allar frekar svekktar og töldum að okkur hafi ekki tekist að sýna okkar rétta andlit. En það gerir það að verkum að við erum enn ákveðnari í að komast á næsta stórmót. Sú reynsla sem við fengum í Danmörku mun hjálpa okkur til að ná því markmiði." „Við erum með ungt en reynslumikið lið. Við höfum flestar spilað lengi saman og í mörgum landsleikjum. Við höfum trú á því að við getum komist í hóp bestu þjóða í Evrópu. Þegar við náðum okkar besta fram tókst okkur að standa í þessum liðum." Ágúst Þór Jóhannsson tók við þjálfun landsliðsins af Júlíusi Jónassyni í vetur en Ágústi til aðstoðar er Einar Jónsson, þjálfari Fram. Rakel segir að innkoma þeirra hafi verið góð. „Mér finnst hópurinn hafa tekið þeim vel. Þeir hafa ekki gert neinar stórtækar breytingar en skerpa á sínum áherslum. Ég tel að þetta hafi verið jákvæð breyting," sagði Rakel.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita