Handbolti

Guðjón Valur sjóðheitur í stórsigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur var í stuði í kvöld
Guðjón Valur var í stuði í kvöld
Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen, í kvöld er það valtaði yfir Friesenheim, 38-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Guðjón Valur skoraði tíu mörk í leiknum. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Ólafur Stefánsson eitt.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel sem vann góðan útisigur á Gummersbach, 33-36.

Hamburg vann síðan fimm marka sigur á Lemgi, 38-33.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×