Handbolti

Alfreð sektaður um rúmar 400 þúsund krónur og dæmdur í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska liðsins Kiel, var dæmdur í eins leiks bann og til þess að greiða 2500 evrur í sekt af aganefnd evrópska sambandsins vegna ummæla sinna eftir leik Kiel og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vetur. Sektin nemur um 416 þúsund íslenskum krónum.

Alfreð er dæmdur fyrir lítillækkandi orð í garð EHF-dómara og evrópska handboltasambandsins en Alfreð hélt því meðal annars fram að sambandið vildi ekki að þrjú þýsk lið kæmust í undanúrslit Meistaradeildarinnar og þess vegna hafði danskir dómarar leiksins dæmt með spænska liðinu.

Barcelona vann seinni leik liðanna 33–36 í Þýskalandi og fór síðan alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. Kiel hafði þar titil að verja en Alfreð gerði Kiel-liðið að Evrópumeisturum í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×