Handbolti

Ólafur markahæstur en Rhein-Neckar Löwen tapaði bronsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði 31-33 fyrir þýsku meisturunum í HSV Hamburg í leiknum um þriðja sætið í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Hamburg var með góð tök á leiknum mest allan tímann en liðið var 15-13 yfir í hálfleik. Rhein-Neckar Löwen náði reyndar að jafna metin í 27-27 en þá lokaði Svíinn Per Sandström markinu og þrjú mörk Hamburg í röð gerðu út um leikinn.

Ólafur var markahæstur í liði Löwen en Bjarte Myrhol og Zarko Sesum skoruðu fimm mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað þrátt fyrir að hafa spilað fyrstu 20 mínútur leiksins.

Bertrand Gille skoraði 6 mörk fyrir Hamburg og þeir Igor Vori og Stefan Schröder skoruðu fimm mörk hvor.

Spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona spila til úrslita í Meistaradeildinni klukkan 16.00 og er sá leikur í beinni útsendingu á Sporttv.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×