Stelpurnar stórkostlegar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2011 07:00 Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði fagnar sigrinum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni