Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2011 07:00 Björgvin Páll Gústavsson vann alla þá titla sem hægt var að vinna í svissneskum handknattleik og það tvö ár í röð. Fréttablaðið/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. „Það kom ekkert annað til greina en að klára þetta með stæl," sagði Björgvin við Fréttablaðið en Kadetten vann í gær öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 38-25, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Kadetten vann því rimmuna örugglega, 3-0. Björgvin stóð sig frábærlega í öllum þremur leikjunum og ekki síst í gær þegar hann varði 21 skot, þar af bæði vítaskotin sem andstæðingarnir fengu í gær. „Þetta er mjög viðeigandi og gott að geta kvatt liðið með þessum hætti," segir Björgvin en hann gengur nú í sumar til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir tveggja ára dvöl í Sviss. „Við héldum dampinum frá því í fyrra þar sem við unnum einnig allt sem var í boði auk þess sem við komust í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Í ár sýndum við svo að við erum með sterkustu liðum Evrópu þegar við vorum nálægt því að slá Montpellier út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar." Björgvin segir að hann hafi náð öllum þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann flutti til Sviss. „Ég ætlaði að fá að spila mikið og öðlast reynslu í Evrópukeppnum. Ég hef sýnt meiri stöðugleika sem var eitthvað sem ég þurfti og tel að ég sé tilbúinn fyrir næsta skref, sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er gott að geta tekið það skref með félagi eins og Magdeburg," sagði Björgvin. Hann kveður því sáttur og glaður við Schaffhausen. „Þetta er geggjaður staður og hér var frábært að vera. Þetta er miklu betri deild en ég hélt. Liðið er nú komið á háan stall og það var gaman að fá að taka þátt í því að koma liðinu þangað." Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. „Það kom ekkert annað til greina en að klára þetta með stæl," sagði Björgvin við Fréttablaðið en Kadetten vann í gær öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 38-25, í þriðja úrslitaleik liðanna um titilinn. Kadetten vann því rimmuna örugglega, 3-0. Björgvin stóð sig frábærlega í öllum þremur leikjunum og ekki síst í gær þegar hann varði 21 skot, þar af bæði vítaskotin sem andstæðingarnir fengu í gær. „Þetta er mjög viðeigandi og gott að geta kvatt liðið með þessum hætti," segir Björgvin en hann gengur nú í sumar til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir tveggja ára dvöl í Sviss. „Við héldum dampinum frá því í fyrra þar sem við unnum einnig allt sem var í boði auk þess sem við komust í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Í ár sýndum við svo að við erum með sterkustu liðum Evrópu þegar við vorum nálægt því að slá Montpellier út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar." Björgvin segir að hann hafi náð öllum þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann flutti til Sviss. „Ég ætlaði að fá að spila mikið og öðlast reynslu í Evrópukeppnum. Ég hef sýnt meiri stöðugleika sem var eitthvað sem ég þurfti og tel að ég sé tilbúinn fyrir næsta skref, sem er að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Það er gott að geta tekið það skref með félagi eins og Magdeburg," sagði Björgvin. Hann kveður því sáttur og glaður við Schaffhausen. „Þetta er geggjaður staður og hér var frábært að vera. Þetta er miklu betri deild en ég hélt. Liðið er nú komið á háan stall og það var gaman að fá að taka þátt í því að koma liðinu þangað."
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira