Fleiri fréttir

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Cantona stakk upp á því að verða for­seti fót­bolta­mála hjá Manchester United

Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrir­liði Manchester United

Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

Úr Juventus í flatbökubikarinn í Rochdale

Arthur Melo, nýjasti leikmaður Liverpool á Englandi, vinnur í því að komast í leikform eftir skipti hans frá Juventus til félagsins á lokadegi félagsskiptagluggans, þann 1. september.

Segist ekki vera að spara sig fyrir HM

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

Et­han Nwaneri sá yngsti frá upp­hafi

Et­han Nwaneri varð í dag yngsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn af varamannabekk Arsenal í öruggum 3-0 sigri á Brentford.

Phillips frá vegna meiðsla og HM í hættu

Þegar Manchester City festi kaup á Kalvin Phillips í sumar var vonast til að hann myndi veita Rodri samkeppni sem aftasti miðjumaður liðsins. Phillips vildi fara í stærra lið sem væri að berjast um titla en að sama skapi spila til að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu fyrir HM í Katar.

Son setti þrennu í stórsigri Tottenham

Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur.

Jóhann Berg lagði upp sigurmark Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Bristol City í ensku B-deildinni í kanttspyrnu í dag. Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og lagði upp sigurmark heimamanna.

Ful­ham vann þó Mitro­vić hafi ekki skorað

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park.

Skytturnar byrja á stór­sigri

Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti.

Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn.

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn

Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.