Fleiri fréttir

Rooney ekki með gegn Blackburn

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney verði ekki með liðinu gegn Blackburn á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni.

Dunne tæpur fyrir bikarleikinn gegn Chelsea

Richard Dunne gat ekki klárað æfingu með Aston Villa nú í morgun en þetta er áhyggjuefni fyrir liðið sem mætir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á morgun.

Þjálfari Wolfsburg: Fulham getur farið alla leið

Roy Hodgson hefur verið að ná undraverðum árangri með Fulham í Evrópudeildinni. Liðið hefur slegið út þýska liðið Wolfsburg og er komið alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem Hamburg verður mótherjinn.

Benítez: Eigum okkur tvö markmið

„Við stefnum á sigur í öllum leikjum sem eftir eru," segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. Liðið burstaði Benfica 4-1 í gær og komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Gerrard kaupir uppáhaldsveitingastaðinn sinn

Leikmenn Liverpool virðast ekki hugsa um mikið annað en mat þessa dagana en Vísir greindi frá því í gær að Fernando Torres vildi vera með sinn eigin matreiðsluþátt.

Aaron Lennon farinn að æfa á ný

Aaron Lennon, vængmaður enska landsliðsins, hefur snúið aftur til æfinga hjá Tottenham. Lennon hefur ekki spilað vegna meiðsla síðan í desember og misst af síðustu nítján leikjum liðsins.

Sir Alex leggur áherslu á að fá Benzema

Franska blaðið L'Equipe segir að Manchester United hyggist fara af fullri alvöru í það í sumar að reyna að krækja í Karim Benzema, leikmann Real Madrid.

Martínez sagði dómara ljúga og fékk ákæru

Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Wigan, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín um dómarann Stuart Attwell eftir leik gegn Manchester City.

Man. Utd kaupir framherja frá Mexíkó

Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði keypt 21 árs gamlan framherja, Javier Hernandez, frá Chicas de Guadalajara. Kaupverð var ekki gefið upp og strákurinn á eftir að fá atvinnuleyfi.

Ferguson hættur að læra á píanó

Sir Alex Ferguson er ýmislegt til lista lagt en hann verður þó seint góður píanóleikari. Hann hefur nú gefist upp á að verða góður píanóleikari þar sem hann hefur ekki tíma til að æfa sig.

Lampard tilnefndur til útvarpsverðlauna

Frank Lampard hefur unnið til ýmissa verðlauna á ferlinum en aldrei hefur hann fengið verðlaun fyrir frammistöðu í útvarpi. Það gæti þó breyst fljótlega.

Diouf keyrði án ökuréttinda

El Hadji Diouf er þekktur vandræðapési og nú hefur hann verið ákærður fyrir að keyra án ökuréttinda og trygginga. Þessi leikmaður Blackburn var stöðvaður af lögreglunni í september síðastliðnum.

Wenger: Verðum að versla í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir tapið gegn Barcelona í gær að félagið yrði að stykja sig til að taka næsta skref og vinna titla.

Rio vill klára ferilinn hjá United

Landsliðsfyrirliði Englands, Rio Ferdinand, hefur lýst því yfir að hann vonist til þess að spila með Man. Utd þar til hann leggur skóna á hilluna.

Vidic: Verðum að þjappa okkur saman

Serbinn Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að leikmenn liðsins verði að þjappa sér saman ef tímabilið eigi ekki að enda í einum stórum vonbrigðum.

Roma á eftir Eboue

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann sé á eftir Emmanuel Eboue, leikmanni Arsenal.

Benayoun ekki bjartsýnn

Yossi Benayoun óttast að Liverpool hafi tapað baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir að hafa gert jafntefli gegn Birmingham um helgina.

Newcastle aftur upp í úrvalsdeildina

Newcastle fékk farseðil upp í úrvalsdeildina í dag án þess að spila. Nott. Forest gerði þá jafntefli gegn Cardiff og þar með varð ljóst að Newcastle er komið upp í úrvalsdeild eftir eins árs fjarveru.

Torres heldur með Arsenal í toppbaráttunni

Hinn spænski framherji Liverpool, Fernando Torres, segist halda með Arsenal í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og segir að Arsene Wenger eigi skilið að standa uppi sem sigurvegari.

Reading vann Coventry örugglega

Heiðar Helguson lék ekki með Watford sem gerði jafntefli við West Brom í ensku 1. deildinni í dag. West Brom er á leið upp í úrvalsdeildina á ný en Watford er í fallbaráttu.

Liverpool á eftir vængmanni Feyenoord

Liverpool er sagt vera á höttunum eftir Georgino Wijnaldum, vængmanni Feyenoord, og herma heimildir að enska félagið muni gera tilboð í hann í sumar.

Ancelotti ballskákarmeistari Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, virðist hafa marga leynda hæfileika og hann kom leikmönnum sínum algjörlega í opna skjöldu er hann rúllaði þeim upp í ballskák eða pool eins og það er kallað á ensku.

Neville: Þreyta engin afsökun

Gary Neville, fyrirliði Man. Utd, segir að leikmenn liðsins geti ekki falið sig á bak við einhverja þreytu ef liðið fellur úr leik í Meistaradeildinni. Hann segir leikmenn eiga að vera vana því að spila tvisvar í viku.

Carlo Ancelotti: Manchester United er ekki sama liðið án Rooney

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sitt lið eigi skilið að verða enskir meistarar og að Manchester United eigi möguleika á að vinna titilinn án Wayne Rooney. Ítalinn var ánægður með sitt lið eftir 2-1 sigur Chelsea á Old Trafford á laugardaginn.

Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus

Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Benitez: Ég tók Torres útaf af því að hann var orðinn þreyttur

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þurfti að horfa upp á sína menn tapa dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham. Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City og er líka búið að leika leik meira.

Norski varnarmaðurinn tryggði Fulham sigur á Wigan

Norðmaðurinn Brede Hangeland skoraði sigurmark Fulham í 2-1 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wigan er í harðri fallbaráttu og komst 1-0 yfir en Fulham svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Liverpool náði aðeins jafntefli á móti Birmingham - 4 stigum á eftir City

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag en heimamenn hafa þar með náð stigi á heimavelli á móti öllum efstu liðunum í deildinni. Liverpool tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti og staða liðsins er nú ekki góð.

Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland.

Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford

Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina.

Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn

Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net.

Sjá næstu 50 fréttir