Enski boltinn

Liverpool á eftir vængmanni Feyenoord

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wijnaldum er hér í leik með hollenska unglingalandsliðinu.
Wijnaldum er hér í leik með hollenska unglingalandsliðinu.

Liverpool er sagt vera á höttunum eftir Georgino Wijnaldum, vængmanni Feyenoord, og herma heimildir að enska félagið muni gera tilboð í hann í sumar.

Wijnaldum er metinn á 8 milljónir punda. Útsendarar Liverpool hafa fylgst með honum síðustu 18 mánuði.

„Dirk Kuyt er mín fyrirmynd. Hann fór frá Feyenoord þegar hann var að toppa. Ég er ekki fjarri því núna," sagði Wijnaldum.

Ef Benitez ætlar sér að bjóða í vængmanninn er talið að hann verði fyrst að selja þar sem budda Liverpool er ekki sérstaklega þykk þessa dagana. Það að Liverpool sé ekki að komast í Meistaradeildina á næsta ári hefur einnig mikil áhrif á fjárhag félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×