Enski boltinn

Roma á eftir Eboue

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann sé á eftir Emmanuel Eboue, leikmanni Arsenal.

Ranieri vill styrkja kantana í liðinu og er með Eboue efstan á lista hjá sér. Fílabeinsstrendingurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og Roma mun því líklega gera Arsenal tilboð í leikmanninn í sumar.

Roma reyndi að kaupa Eboue árið 2008 en það gekk ekki eftir.

Ítalska liðið er einnig sagt vera að skoða Nadir Belhajd, leikmann Portsmouth, en hann á að vera varaskeifa fyrir John Arne Riise.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×