Enski boltinn

Vidic: Verðum að þjappa okkur saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Serbinn Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að leikmenn liðsins verði að þjappa sér saman ef tímabilið eigi ekki að enda í einum stórum vonbrigðum.

United hefur gefið eftir síðustu daga og tapað tveimur mikilvægum leikjum í röð. Liðið þarf svo að standa í lappirnar gegn FC Bayern á morgun til þess að komast áfram í Meistaradeildinni.

„Ég trúi og vona að við getum fundið smá orku. Við verðum að komast aftur á sigurbraut. Við verðum að standa saman og spila eins og lið. Síðustu leikir hafa verið erfiðir og hafa tekið á, andlega sem líkamlega. Við erum komnir í þessa stöðu og verðum að gera það besta úr henni," sagði Vidic.

„Við horfum alltaf fram á veginn. Við vorum vissulega svekktir eftir leikinn í Þýskalandi, þá aðallega með frammistöðu okkar í leiknum. Við sýndum síðan meira hugrekki í síðari hálfleik gegn Chelsea. Við þurfum samt að gera enn betur."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×