Enski boltinn

Torres vill stýra HM-matreiðsluþætti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spánverjinn Fernando Torres er mikill matgæðingur og uppáhaldsþátturinn hans í sjónvarpinu er matreiðsluþátturinn Come dine with me.

Torres er svo spenntur fyrir þættinum að hann ákvað að nota frægð sína til þess að koma því á framfæri að hann væri meira en til í að taka þátt í eins og einum þætti.

Viðbrögðin voru að vonum jákvæð og nú sér Torres fyrir sér sérstakan HM-þátt þar sem landsliðsmenn fleiri landa komi saman og matreiði eitthvað skemmtilegt en hann myndi þá stýra þættinum. Rio Ferdinand og Cesc Fabregas væru frábærir í þann þátt að mati Torres og hann hefur skorað á þá að mæta.

Hann segist einnig vilja fá félaga sína hjá Liverpool - Jamie Carragher og Steven Gerrard - til þess að taka þátt en hann viðurkenndi að þeir þrír hefðu áður keppt í matreiðslu á veitingastað Carraghers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×