Enski boltinn

Diouf keyrði án ökuréttinda

Elvar Geir Magnússon skrifar
El Hadji Diouf er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir vandræði, bæði innan vallar og utan.
El Hadji Diouf er duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir vandræði, bæði innan vallar og utan.

El Hadji Diouf er þekktur vandræðapési og nú hefur hann verið ákærður fyrir að keyra án ökuréttinda og trygginga. Þessi leikmaður Blackburn var stöðvaður af lögreglunni í september síðastliðnum.

Hann bíður einnig tveggja annarra dóma fyrir umferðarlagabrot. Talsmaður Blackburn vildi ekki tjá sig fyrir hönd félagsins um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×