Enski boltinn

Nemanja Vidic: Við megum ekki hengja haus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic í leiknum á móti Chelsea í gær.
Nemanja Vidic í leiknum á móti Chelsea í gær. Mynd/GettyImages
Nemanja Vidic hvetur samherja sína hjá Manchester United að hætta að svekkja sig og vorkenna sjálfum sér eftir töpin á móti Bayern Munchen og Chelsea á síðustu dögum. Hann segir það mikilvægt að rífa upp liðsandann fyrir seinni leikinn á móti Bayern í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

„Við vorum langt niðri eftir tapið á móti Bayern en við megum ekki láta það gerast aftur," sagði Nemanja Vidic og bætti við:

„Við megum ekki hengja haus heldur þurfum við að rífa okkur upp. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð en við megum ekki vorkenna sjálfum okkur og þurfum bara að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að grípa í taumana og passa upp á við endum tímabilið vel," sagði serbneski miðvörðurinn.

„Ég vona að það eigi eitthvað annað óvænt eftir að gerast á lokasprettinum og að fleiri stig tapist í toppbaráttunni áður en deildin klárast," sagði Vidic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×