Enski boltinn

Neville: Þreyta engin afsökun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gary Neville, fyrirliði Man. Utd, segir að leikmenn liðsins geti ekki falið sig á bak við einhverja þreytu ef liðið fellur úr leik í Meistaradeildinni. Hann segir leikmenn eiga að vera vana því að spila tvisvar í viku.

United-liðið hefur ekki litið vel út í síðustu tveimur leikjum sem voru þess utan afar mikilvægir. Tímabil félagins getur síðan versnað til muna takist liðinu ekki að slá FC Bayern út úr Meistaradeildinni á miðvikudag.

„Við erum vanari því að spila á miðvikudögum og laugardögum en að fá fríviku. Ég held að þessi leikjafjöldi sé ekkert að skipta máli. Stundum þegar koma frívikur þá er maður í vandræðum með að drepa tímann því maður er orðinn svo vanur því að spila," sagði Neville.

„Okkur líkar það vel að spila í stóru leikjunum og að taka þátt í Meistaradeildinni. Við erum með stóran hóp af leikmönnum og eigum að vera í fínu standi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×