Fleiri fréttir

Rangstöðumark Drogba - myndband

Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði.

Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann

Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu.

Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford

Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú.

Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus.

Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum.

Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna

Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna.

Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag.

Þökulagði barinn sinn - myndir

Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum.

Nani: Við njótum álagsins

„Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea.

Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki

„Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

West Ham kvartar yfir Fulham

West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag.

Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar

Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína.

Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti

Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea.

Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla.

Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér

Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt.

Fabio semur við Man. Utd til 2014

Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008.

Mancini vill halda Joe Hart

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill halda markverðinum Joe Hart innan félagsins.

Fabregas gæti misst af HM

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas verður frá í að minnsta kosti sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Riera: Mér líður vel hjá Liverpool

„Ég vil halda áfram með feril minn hjá Liverpool því þetta er eitt besta félag í heimi," segir Albert Riera sem reynir að vinna sig aftur í náðina hjá stuðningsmönnum Liverpool.

Tímabilið búið hjá Gallas og Arshavin frá í þrjár vikur

Arsenal-mennirnir William Gallas og Andrei Arshavin meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gær og það lítur út fyrir að Arsene Wenger geti ekki notað þá í mörgum mikilvægum leikjum á næstunni. Þessar slæmu fréttir bætast ofan á þær af fyrirliðinn Cesc Fabregas sé hugsanlega fótbrotinn.

Leikirnir sem Wayne Rooney missir af á næstunni

Manchester United hefur ekki enn gefið út formlega tilkynningu um niðurstöður sínar á rannsóknum á ökklameiðslum Wayne Rooney en stjórinn Alex Ferguson ætlar ekki að skýra frá stöðu mála fyrr en á blaðamannafundi á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir