Enski boltinn

Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson Mynd/Anton
Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net.

Emil fékk slæmt högg á ristina eftir tæklingu í upphafi seinni hálfleiks og verður líklega frá í sex til átta vikur.

Emil er í láni há Barnsley frá ítalska liðinu Reggina og hefur kannski leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Íslenskir landsliðsmenn hafa verið óheppnir síðustu daga því Hermann Hreiðarsson og Veigar Páll Gunnarsson meiddust báðir um síðustu helgi og verða lengi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×