Enski boltinn

Arsenal verður að geta unnið titla svo að Wenger verði áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er farinn að huga að framtíð sinni en núverandi samningur hans við félagið rennur út árið 2011. Wenger hefur verið hjá Arsenal frá 1996 en liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 2005.

„Mín persónulega framtíð hjá félaginu ræðst af því hvort liðið eigi möguleika á því að vinna titla," sagði Arsene Wenger í viðtali við The Mail on Sunday.

Wenger segist þar að hann sé tilbúinn að ræða framlengingu á samningi sinum í sumar eða í haust.

„Liðið er að bæta sig á hverju ári og það er ennþá skipað mjög ungum leikmönnum. Ég vildi ekki yfirgefa þessa kynslóð hjá Arsenal án þess að vinna með þeim titil," sagði Wenger.

Arsenal á enn möguleika á tveimur titlum á þessu tímabili, liðið er þremur stigum á eftir toppliði Chelsea í deildinni og fer með 2-2 jafntefli til Barcelona í seini leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×