Enski boltinn

Ancelotti býst við því að Joe Cole framlengi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, efast ekkert um það að Joe Cole muni skrifa undir nýjan samning við Chelsea.

Cole verður samningslaus í sumar og er alls óvíst hvað hann tekur sér fyrir hendur í kjölfarið. Hefur hann meðal annars verið orðaður við Man. Utd.

„Joe Cole er jafn einbeittur og allt liðið. Hann vill spila vel og vinna titla með Chelsea. Hann vill þess utan fara á HM í sumar og ef hann heldur áfram að spila eins vel og hann er að gera þessa dagana þá fer hann á HM," sagði Ancelotti.

„Hann mun pottþétt skrifa síðan undir nýjan samning við okkur. Það eru engin vandamál þar og fólk á ekki að hafa áhyggjur af því. Við viljum halda honum og hann vill vera hér áfram. Það er smá vandamál varðandi fjárhagshliðina en þetta verður allt í lagi," sagði Ítalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×