Fleiri fréttir

Burnley tapaði án Jóa Kalla

Burnley tapaði í gær fyrir Cardiff í ensku B-deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Meiðsli plaga Hamra sem töpuðu þriðja leiknum í röð

Hrakfarir West Ham héldu áfram í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn Aston Villa. Craig Gardner skoraði sigurmarkið á 24. mínútu. Auk þess að tapa leiknum þá meiddust þeir Henry Camara og Dean Ashton í leiknum og verða eitthvað frá vegna meiðsla. Þeir bætast því í hóp með Craig Bellamy, Bobby Zamora, Scott Parker, Julien Faubert, Anton Ferdinand og Kieron Dyer sem sitja allir sem fastast á sjúkrabekknum hjá West Ham.

United komnir í gang - Burstuðu Wigan 4-0

Eftir að allnokkra 1-0 sigra í röð, og slæmt tap gegn Coventry í deildarbikarnum, hrukku Englandsmeistararnir í Manchester United loksins í gang gegn Wigan í dag.

Anelka bíður eftir stórum klúbbi

Nicolas Anelka sagði að hann biði nú eftir því að eitt af stærri félögum Evrópu myndu kaupa hann frá enska úrvalsdeildarliðinu Bolton.

Bellamy klár eftir tvær vikur

Craig Bellamy ætti að verða klár í slaginn eftir tvær vikur en hann gekkst nýlega undir aðgerð á nára.

Upphitun fyrir leiki helgarinnar

Leikjafyrirkomulagið á Englandi verður með nokkuð sérstökum hætti þessa helgina þar sem aðeins tveir leikir fara fram á morgun og átta á sunnudaginn. Einn áhugaverðasti leikurinn verður einvígi Liverpool og Tottenham á Anfield.

Lampard að verða klár

Avram Grant segir að mögulega komi Frank Lampard eitthvað við sögu í leik Chelsea og Bolton á sunnudaginn, en enski landsliðsmaðurinn hefur verið frá keppni í mánuð vegna meiðsla.

Lehmann er klár

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hefur nú náð sér af meiðslum sínum og verður klár í leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn Sunderland á sunnudaginn.

Ajax á eftir Martin Jol

Daily Mirror heldur því fram í dag að hollenska úrvalsdeildarliðið vilji fá Martin Jol í stað Henk Ten Cate.

Ten Cate til Chelsea í næstu viku

Umboðsmaður Henk Ten Cate sagði í gær að svo gæti farið að hollenski þjálfarinn fari til Chelsea strax í næstu viku.

King spilar tæplega í október

Martin Jol knattspyrnustjóri hefur viðurkennt að hann sé engu nær um það hvenær fyrirliðinn Ledley King snýr aftur úr meiðslum hjá Tottenham.

Einkanúmer Ronaldo dýrara en bíllinn

Breska blaðið Sun greinir frá því að Cristiano Ronaldo hafi keypt sér nýjan Bentley á dögunum, sem væri ekki frásögum færandi nema hvað einkanúmerið sem hann fékk sér var dýrara en sjálfur bíllinn.

Beckham er ekki klár fyrir landsliðið

David Beckham er ekki orðinn nógu góður af meiðslum sínum til að hann geti talist inni í myndinni til að spila með enska landsliðinu í undankeppni EM í þessum mánuði. Þetta segir þjálfari LA Galaxy, Frank Yallop.

Jol: Gott að við töpuðum ekki

Martin Jol, stjóri Tottenham, var merkilega sáttur við að gera 1-1 jafntefli við Anorthosis Famagusta í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í dag.

Tottenham í riðlakeppnina

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham tryggði sér í dag sæti í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Anorthosis Famagusta frá Kýpur í síðari leik liðanna ytra.

Arsenal hitti Kroenke í gær

Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal staðfesti að hafa hitt Bandaríkjamanninn Stan Kroenke í gær.

Mál Barton fer fyrir rétt

Mál Joey Barton mun fara fyrir rétt í Englandi en honum er gefið að sök að hafa ráðist á fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester City, Ousmane Dabo.

Carrick frá í sex vikur

Enn hefur bæst við meiðslavandræði enska landsliðsins en Michael Carrick verður frá næstu sex vikurnar.

Rocha frá í tíu vikur

Portúgalski varnarmaðurinn Richardo Rocha hjá Tottenham verður frá keppni í um tíu vikur eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna ökklameiðsla. Rocha hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Tottenham á leiktíðinni vegna meiðsla og verður nú á meiðslalistanum næstu vikur líkt og fyrirliðinn Ledley King.

Vieri fer ekki til Hull City

Sá orðrómur er aftur kominn á kreik að Ítalinn Christian Vieri sé á leið til enska 1. deildarfélagsins Hull City.

Vel fylgst með varnarmanni Metz

Arsenal, Everton og West Ham munu öll fylgjast vel með framgangi tvítugs varnarmanns hjá franska úrvalsdeildarliðinu FC Metz.

Dennis Wise kærður

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Dennis Wise, stjóra Leeds, fyrir orðljótan munnsöfnuð gagnvart dómara leiks liðsins gegn Gillingham á laugardag.

Hargreaves frá í mánuð

Owen Hargreaves verður frá næsta mánuðinn en búist var við því að hann myndi spila leik Manchester United og Roma í gær.

Elano er leikmaður áttundu umferðar

Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar.

Enn um mánuður í Hargreaves

Owen Hargreaves gæti orðið frá í allt að fjórar vikur til viðbótar vegna meiðsla í hné. Þar með er orðið alveg ljóst að hann verður ekki með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi.

Fá bara fyrirliðar að ræða við dómara?

Enska knattspyrnusambandið er að skoða hugsanlega möguleika til að sporna gegn slæmri hegðun leikmanna í garð dómara. Ein hugmyndin er sú að aðeins fyrirliðum verði heimilt að ræða við dómarana.

Heldur sæti sínu þrátt fyrir lygarnar

Stephen Ireland er í írska landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag þrátt fyrir að hafa logið að Steve Staunton þjálfara liðsins. Ireland var ekki með gegn Tékklandi þar sem hann tilkynnti að amma sín hefði látist.

Usmanov: Ég vil kaupa Arsenal

Alisher Usmanov hefur greint frá því að það sé hans langtímamarkmið að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal.

Ashton í landsliðið

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dean Ashton verði valinn í enska landsliðið í næstu viku.

Gerrard keyrði á ungan dreng

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, keyrði á tíu ára dreng nærri heimili sínu. Talið er að drengurinn hafi fótbrotnað. Gerrard beið með drengnum eftir sjúkrabíl og hefur verið í sambandi við foreldra hans varðandi líðan hans.

Sir Alex ánægður með sóknarmenn sína

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ánægður með sóknarleik liðsins á tímabilinu þrátt fyrir það að liðinu hefur ekki gengið vel að skora. Fimm af síðustu sjö leikjum liðsins hefur endaði með 1-0 sigri.

Bale: Gæti orðið vendipunktur

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, segir að endurkoma liðsins gegn Aston Villa í kvöld gæti orðið vendipunktur hjá liðinu. Tottenham hefur byrjað tímabilið mjög illa en náði jafntefli gegn Villa þrátt fyrir að hafa lent þremur mörkum undir.

Ótrúlegt jafntefli á White Hart Lane

Tottenham og Aston Villa gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Aston Villa komst í 4-1 í leiknum en heimamenn áttu ótrúlega endurkomu og náðu stigi.

Fabregas mikið í tölvuleikjum

Cesc Fabregas, miðjumaður Arsenal, sagði frá unun sinni af tölvuleikjaspili í viðtali við The People. Fabregas á XBOX tölvu og segist oft spila fótboltaleiki við fólk um allan heim í gegnum internetið.

Elano líkt við Baggio og Mancini

Brasilíumaðurinn Elano hefur slegið í gegn með Manchester City á þessari leiktíð. Hann skoraði magnað mark gegn Newcastle þegar City vann 3-1 sigur á laugardag og sýndi þar að auki mögnuð tilþrif í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir