Enski boltinn

King spilar tæplega í október

Ledley King virðist ekki ætla að takast að hrista af sér meiðslin
Ledley King virðist ekki ætla að takast að hrista af sér meiðslin NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol knattspyrnustjóri hefur viðurkennt að hann sé engu nær um það hvenær fyrirliðinn Ledley King snýr aftur úr meiðslum hjá Tottenham.

Hnémeiðsli King hafa haldið honum frá keppni allt tímabilið og tóku þau sig aftur upp í síðasta mánuði. Þá var því fleygt að hann yrði frá keppni fram í nóvember - en forráðamenn Tottenham neituðu þeim fullyrðingum.

Nú virðist sem þeir verði að taka þá yfirlýsingu til baka, því enn virðist vera langt í að King nái sér að fullu.

"Ég vona að hann komi aftur eftir mánuð eða svo, en ég hef samt ekki hugmynd um það. Hann er ekki einu sinni orðinn 70% heill þó hann sé búinn að vera að æfa með okkur á hverjum degi. Við erum með hann á sérstakri áætlun og það er augljóst að hann verður ekki með næstu tvær vikurnar í það minnsta," sagði Jol í samtali við Daily Mail.

King hefur verið mikill meiðslakálfur undanfarin ár og spilaði aðeins 27 af 59 leikjum Tottenham á síðustu leiktíð þar sem hann missti m.a. af sæti í HM-hóp Englendinga.

Miklar kjaftasögur hafa gengið um heilsu fyrirliðans síðustu mánuði og sumar þeirra ganga svo langt að segja að hann muni hreinlega aldrei ná sér almennilega á strik aftur eftir öll meiðslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×