Fleiri fréttir

Má eiginlega segja að ferlinum sé formlega lokið

Sú saga fór af stað um daginn að Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, væri búinn að rífa fram skóna og ætlaði sér að spila með Selfyssingum. Hann segir það ekki vera rétt.

James Hurst spilar með ÍBV út ágúst

Hægri bakvörðurinn James Hurst mun spila með ÍBV út ágústmánuð. Þetta kemur fram hjá Eyjafréttum í dag en hann var farinn heim til Portsmouth í síðustu viku.

Stórsigur KR á Glentoran - Myndir

KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar.

KR-ingar eru mættir til leiks

KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti.

1. deild karla: Víkingur upp að hlið Leiknis

Víkingur burstaði ÍR í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Liðið komst þar með upp að hlið Leiknis að stigum í efsta sætið en Leiknir er þó með betri markatölu.

Heimir: Þolinmæðisvinna skilaði sér

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með leik sinna manna gegn KA í kvöld. Liðið skaut yfir 30 sinnum að marki og vann 3-0 og er þar með komið í undanúrslit VISA-bikarsins.

KR vann öruggan sigur á Glentoran

KR er á komið með annan fótinn í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA eftir öruggan 3-0 sigur á norður-írska liðinu Glentoran á KR-vellinum í kvöld. KR yfirspilaði Glentoran lengstum og spilaði sinn langbesta leik í sumar á rennblautum KR-vellinum. Sigur KR hefði hæglega getað orðið mun stærri.

Fylkir tapaði stórt í Hvíta-Rússlandi

Fylkismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Zhodino í Hvíta-Rússlandi í dag. Lokatölur 3-0 fyrir Hvít-Rússana og því ærið verkefni fyrir Fylki að komast áfram í seinni leiknum.

Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi

Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu.

Bjarni: Við ætlum okkur áfram

KR tekur á móti norður-írska liðinu Glentoran á KR-velli í kvöld en um er að ræða fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.

Hollendingur til Víkings

Hollendingurinn Rabin Faber gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Víkings og samdi við liðið út leiktíðina. Hann er 24 ára varnarmaður sem hefur leikið með yngri landsliðum Hollands.

Dragan: Fullkomin sókn í fyrri hálfleik

Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, var í skýjunum eftir 4-0 burst liðsins gegn KR í kvöld. Leikið var á Akureyri en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Toppliðin unnu í Pepsi-deild kvenna

Öllum fimm leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna er lokið. Valsstúlkur eru áfram á toppnum en Breiðablik fylgir fast á eftir.

Norðanstúlkur burstuðu KR

Þór/KA vann auðveldan sigur á KR fyrir norðan í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 4-0 fyrir Akureyrarstúlkur.

Fjórir Fylkismenn í samtals sjö leikja bann

Þrír leikmenn Fylkis voru dæmdir í leikbann af aganefnd KSÍ í dag auk þjálfarans Ólafs Þórðarsonar. Þetta eru Andrés Már Jóhannesson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Þórir Hannesson.

Bikarleikur FH og KA á fimmtudaginn

FH og KA munu mætast í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni karla strax á fimmtudaginn vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.

Marel: Veit hvernig leiðinlegir varnarmenn eiga að vera

Marel Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði sér lítið fyrir og lék sem varnarmaður í góðum útisigri liðsins á Íslandsmeisturum FH um helgina. Hann er maður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en Marel hefur fyrst og fremst leikið sem sóknarmaður á ferlinum.

Fylkir fær Val í heimsókn í bikarnum

Dregið var í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni kvenna nú í hádeginu. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Fylkis og Íslands- og bikarmeistara Vals.

Grétar: Eitt ljótasta mark sem ég hef séð

"Mér fannst okkar leikur mjög góður en við mættum ekki til leiks í upphafi og það kostaði mark. Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn áður en við fáum á okkur eitt ljótasta mark sem ég hef séð," sagði hundfúll Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur eftir tapið gegn Blikum í dag.

Jóhann: Gríðarlegur léttir

Jóhann Þórhallsson Fylkismaður var hæstánægður með sigurinn gegn Grindavík í fjörugum leik suður með sjó í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Fylkismenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Jóhann bæði mörk gestanna.

Hannes: Mjög rólegur dagur hjá mér

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var svekktur að hafa misst af tækifæri að ná toppsætinu í deildinni eftir 0-0 jafntefli Fram og Hauka. Hann er þó fullviss að þeir fengju annan möguleika á að ná því.

Heimir: Áhugaleysi og andleysi

“Þetta var púra víti og ekkert við því að segja. Dómarinn var frábær í þessum leik,” sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-3 tapið gegn Stjörnunni í dag.

Andri: Við bíðum spenntir eftir sigri

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lið sitt eftir að þeir fóru í Laugardalinn og náðu jafntefli við Fram. Með jafnteflinu fá Haukar fjórða stigið sitt en eru þó enn sigurlausir á botninum.

Kristinn: Gott hjá strákunum að fá ekki rautt spjald

„Þetta er bara ákveðin léttir og virkilega þægilegt að ná í þrjú stig loksins,“ sagði Kristinn H. Guðbrandsson ánægður eftir 1-2 sigur Fylkis gegn Grindavík í níundu umferð Pepsi-deildar karla á Grindavíkurvelli í dag.

Bjarni: Marel átti afburðarleik í miðverðinum

Stjarnan hafði ekki unnið útisigur í Pepsi-deildinni síðan í maí í fyrra þegar liðið mætti í Kaplakrika í dag og sótti þrjú stig. Liðið vann glæsilegan 3-1 sigur á Íslandsmeisturum FH.

Atli Sveinn: Hausinn var ekki ferskur

„Liðið virkaði þungt en ég held að það hafi aðalega verið andlegt. Við vorum með margar ferskar lappir hér í dag þar sem það voru ekki margir af okkur sem spiluðu í bikarnum á miðvikudaginn en hausinn var ekki ferskur, " sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliðið Valsmanna, eftir tap gegn Keflavík fyrr í dag.

Haraldur Freyr: Hrikalega sáttir með þetta

„Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik en svo aftur á móti virkuðum við þreyttir í síðari hálfleik. Það er búið að vera mikið af leikjum undanfarið svo að það er eflaust ástæðan en þetta var kærkominn sigur. Við vorum búnir að berja það í okkur að við þyrftum að ná sigri í þessum leik og koma okkur aftur á beinu brautina og það tókst," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavík, eftir sigur hans manna gegn Val í dag.

Umfjöllun: Langþráður sigur Fylkis

Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í dag í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörk gestanna en það var Grétar Ólafur Hjartarson sem skoraði mark Grindvíkinga.

Umfjöllun: Keflvíkingar tylltu sér á toppinn

Keflvíkingar sitja nú á toppi Pepsi-deildarinnar eftir sannfærandi 0-2 sigur gegn Val en liðin áttust við á Vodafone-vellinum fyrr í dag. Willum Þór Þórsson, fyrrum þjálfari Vals og núverandi þjálfari Keflvíkinga dansaði allan leikinn á Hliðarlínunni með tilþrifum og hirti öll stigin á sínum gömlu slóðum.

Helgi skaut Víkingi í annað sætið

Leikjum dagsins í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið en Víkingur hrifsaði annað sætið af Þór frá Akureyri er liðið lagði Gróttu á heimavelli, 1-0. Helgi Sigurðsson skoraði markið mikilvæga úr víti.

1. deildin: Jafnt í toppslagnum á Akureyri

Tveimur leikjum í 1. deild karla í dag er lokið. Þór og ÍR gerðu jafntefli í miklum toppslag á Akureyri, 2-2, og Fjarðabyggði sótti eitt stig til Njarðvíkur.

Sjá næstu 50 fréttir