Umfjöllun: Stjarnan sótti langþráðan útisigur í Krikann Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júní 2010 13:12 Gunnleifur Gunnleifsson fékk rautt spjald í dag. Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira