Íslenski boltinn

KR vann öruggan sigur á Glentoran

Henry Birgir Gunnarsson í Bjarna Fel-boxinu skrifar
Kjartan Henry var á skotskónum í fyrri hálfleik.
Kjartan Henry var á skotskónum í fyrri hálfleik.

KR er á komið með annan fótinn í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA eftir öruggan 3-0 sigur á norður-írska liðinu Glentoran á KR-vellinum í kvöld. KR yfirspilaði Glentoran lengstum og spilaði sinn langbesta leik í sumar á rennblautum KR-vellinum. Sigur KR hefði hæglega getað orðið mun stærri.

KR var 2-0 yfir í hálfleik en Guðmundur Reynir Gunnarsson kom KR yfir á 12. mínútu og Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark 20 mínútum síðar.

Yfirburðir KR í fyrri hálfleiknum voru talsverðir en KR átti ellefu skot að marki gegn aðeins tveimur hjá gestunum. KR hefði að ósekju mátt hafa stærra forskot í hálfleiknum.

KR slakaði aðeins á klónni í upphafi síðari hálfleiks en þegar rúmur klukkutími var liðinn tókst þeim samt að skora þriðja markið. Kjartan Henry átti þá sendingu í teiginn sem Björgólfur skallaði smekklega í netið.

Það reyndist vera lokamark leiksins. 3-0 sigur KR sem var síst of stór enda var KR mikið betra liðið allan leikinn.

Vesturbæingar fara því með veglegt veganesti til Norður-Írlands og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að KR komist í næstu umferð. Glentoran er það slakt lið.

KR-Glentoran  3-0

1-0 Guðmundur Reynir Gunnarsson (12.)

2-0 Kjartan Henry Finnbogason (32.)

3-0 Björgólfur Takefusa (62.)

Áhorfendur: 813.

Dómari: Siarhei Tsynkevich  7.

Skot (á mark): 18-7 (10-2)

Varin skot: Lars 2 – Morris 6

Horn: 5-7

Aukaspyrnur fengnar: 15-8

Rangstöður: 3-6

KR (4-3-3)

Lars Ivar Moldsked

Guðmundur Reynir Gunnarsson

Mark Rutgers

Grétar Sigfinnur Sigurðsson

Skúli Jón Friðgeirsson

Baldur Sigurðsson

Bjarni Guðjónsson

Viktor Bjarki Arnarsson

Óskar Örn Hauksson

(85., Gunnar Kristjánsson)

Kjartan Henry Finnbogason

(88., Gunnar Örn Jónsson)

Björgólfur Takefusa

(81., Guðjón Baldvinsson)

Glentoran (4-4-2)

Elliott Morris

Richard William Clarke

Shane McCabe

Sean Ward

Andrew Waterworth

Gary Hamilton

Neal Gawley

Jonathan Taylor

Jaimie McGovern

Jason Hill

Daryl Fordyce



 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×