Íslenski boltinn

Nágrannaslagur í kvöld - Spánn ætlar að stoppa Ronaldo

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Spánn og Portúgal mætast í nágrannaslag í 16 liða úrslitum HM í kvöld. Sigurvegarinn mætir Japan eða Paragvæ sem mætast í fyrri leik dagsins. Allra augu beinast að Cristiano Ronaldo hjá Portúgal en hann mun mæta samherja sínum hjá Real Madrid, Sergio Ramos. Bakvörðurinn Ramos segir lykilatriði að stoppa kantmanninn knáa. „Portúgal er með frábært lið og þeir eru í góðu formi núna. Ég hlakka til að spila á móti liðsfélögum mínum. Ronaldo er mjög sterkur og hraðabreytingar hans eru frábærar. Ég þarf að hindra að hann fái boltann áður en hann nær að koma sér í sínar uppáhaldsstöður,“ sagði Ramos. Portúgalinn Simao segir að þeir séu alls ekki hræddir við nágrannna sína. „Þeir eru með eitt besta lið heims en við eigum jafn mikla möguleika og þeir á þessu stigi. Við erum líka með frábært lið,“ sagði Simao.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×