Fleiri fréttir

Íris Björk: Þurfum að vera þolinmóðar

Íris Björk Eysteinsdóttir, annar tveggja þjálfara KR, var svekkt í leikslok eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni á KR-vellinum í kvöld en ítrekaði þó að KR-ingar þurfi ekki að örvænta.

Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi

Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar.

Þrír leikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn. Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri.

Freyr: Hefði getað endað hvernig sem er

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var ágætlega sáttur með að taka eitt stig gegn Breiðabliki í kvöld. Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn að stigum á toppi deildarinnar en markamunur Vals er það hagstæður gagnvart Breiðabliki að hann jafnast nánast á við stig.

Wake: Frábær auglýsing fyrir kvennaboltann

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af stúlkunum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann hrósaði liði sínu fyrir frábæran leik, bæði í vörn og sókn.

Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals

Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat.

Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari.

Jónas Guðni: Frábær karakter

„Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld.

Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga

KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik.

Eyjastúlkur fara í Árbæinn

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni kvenna þar sem tvö 1. deildarlið voru með í pottinum.

Tryggvi: Alltaf gaman að spila í Eyjum

“Það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja og spila leik, maður á góðar minningar héðan svo þetta er bara gaman og Hásteinsvöllur alltaf frábær,” sagði Tryggvi Guðmundsson glaður í bragði eftir leikinn í kvöld.

Umfjöllun: Framsigur í tilþrifalitlum leik

Fram sótti Fjölni heim í Grafarvog í gærkvöldi. Leikurinn var heldur tilþrifalítill og leikmenn virtust ekki vera mættir til að láta ljós sitt skína. Bæði lið voru óhemju lengi í gang, sérstaklega heimamenn. Gestirnir voru örlítið sprækari en það varð þó ekki til að gera leikinn skemmtilegan áhorfs.

Kristján: Þetta var ekki nógu gott

Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok.

Magnús Ingi: Lá ekki fyrir okkur í kvöld

„Þetta gekk ekki í kvöld hjá okkur og þetta fór ekki eins og við lögðum upp með,“ segir Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, eftir tap Fjölnis gegn Fram.

Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði

„Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni.

Umfjöllun: Jafntefli í nágrannaslagnum

Nágrannaliðin á Suðurnesjum, Grindavík og Keflavík, náðu sér í eitt stig hvort eftir jafntefli liðana í Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld.

Fram vann í Grafarvogi

Framarar unnu góðan sigur á Fjölni, 1-2, í Grafarvoginum í kvöld. Fram því komið með 11 stig en Fjölnir sem fyrr á botninum.

Haukar skutust á topp 1. deildar

Áttunda umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar unnu góðan 1-3 útisigur gegn Víking Reykjavík og skutust þar með á topp deildarinnar.

Óli Stefán til Grindavíkur

Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag, Grindavík, en hann fær leikheimild með félaginu þann 15. júlí næstkomandi.

Hannes: Doði yfir okkur

Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum.

Heimir: Ánægður með Tryggva

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð.

Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla

Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld.

Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag

Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki.

Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri

„Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík.

Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum

„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR.

Kristján: Erum nálægt markmiðum okkar

Kristján Guðmundsson var sáttur með stigin þrjú sem Keflvíkingar fengu í hús í kvöld en sagði þó að leikur sinna manna hefði getað verið betri.

Umfjöllun: Tryggvi stal senunni í áttunda sigri FH í röð

Íslandsmeistarar FH unnu 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld þar sem varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson stal senunni og skoraði bæði mörk gestanna. Tryggvi kom inn á sem varamaður fyrir Alexander Söderlund á 9. mínútu og nýtti tækifærið vel.

Umfjöllun: Stjarnan með enn einn stórleikinn

Valsmenn mættu á Stjörnuvöll í kvöldi og var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti með jafn mörg stig, Stjarnan var þó með betri markatölu. Valsmenn voru aldrei inni í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Stjarnan sýndi enn einu sinni að þeir eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar.

Umfjöllun: Baldur afgreiddi Grindavík

Tvö skallamörk frá Baldri Sigurðssyni dugðu bikarmeisturum KR gegn Grindavík í kvöld. KR vann því báðar viðureignirnar gegn Grindavík í sumar en KR vann fyrri leikinn í Grindavík, 0-4.

Dragan: Frábær sigur fyrir Þór/KA

Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var vitanlega í skýjunum með sögulegan 2-1 sigur liðs síns gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem norðanstúlkur vinna KR í efstu deild kvenna.

Þór/KA vann KR á Akureyri

Lokaleikur níundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta lauk á Akureyri í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA unnu góðan 2-1 sigur gegn KR en bein textalýsing frá leiknum var á heimasíðu Þórs.

Marko frá í sex til átta vikur

Grindvíkingurinn Marko Valdimar Stefánsson lenti í hræðilegu vinnuslysi í morgun. Þar fór þó betur en á horfðist í upphafi.

Sjá næstu 50 fréttir