Íslenski boltinn

Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla

Stjörnumenn settu þrjú í kvöld.
Stjörnumenn settu þrjú í kvöld.

Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld.

"Já þetta heldur áfram að koma, ætli þetta sé ekki bara útaf fiðringnum sem maður er með í naflanum fyri hvern einasta leik," sagði Arnar sem lá á nuddbekknum í búningsklefanum og sötraði orkudrykk þegar Vísir náði af honum tali.

"Ég var líka mjög ánægður með að skora á móti Malla, hann er að þjálfa okkur í 2.flokki, svo þetta var mjög gaman," sagði Arnar og átti þar við Marel Baldvinsson leikmann Vals.

Hann sagðist alveg hafa búist við leiknum eins og hann þróaðist. "Þeir eru bara gamlir menn á móti okkur ungu strákunum. Við vorum mun betri í dag," sagði Arnar og brosti.

Hann er nú markahæstur í deildinni og segir liðið stefna eins langt og það geti komist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×