Íslenski boltinn

Óli Stefán til Grindavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson er kominn aftur til Grindavíkur.
Óli Stefán Flóventsson er kominn aftur til Grindavíkur. Mynd/Víkurfréttir

Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag, Grindavík, en hann fær leikheimild með félaginu þann 15. júlí næstkomandi.

Óli lék með Fjölni í fyrra en hélt til Noregs í haust þar sem hann hefur undanfarið leikið með Vard Haugasund í 2. deildinni þar í landi.

Óli Stefán er leikjahæsti leikmaður Grindavíkur í efstu deild frá upphafi en alls á hann að baki 183 leiki í efstu deild. Hefur hann skorað í þeim 32 mörk.

Þetta eru sérstaklega góðar fréttir fyrir Grindvíkinga í ljósi þess að Marko Valdimar Stefánsson verður frá næstu mánuðina eftir vinnuslys og auk þess er Bogi Rafn Einarsson að halda til náms í Bandaríkjunum í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×