Umfjöllun: Stjarnan með enn einn stórleikinn Breki Logason skrifar 25. júní 2009 18:15 Leikmenn Stjörnunnar fagna í sumar. Mynd/Valli Valsmenn mættu á Stjörnuvöll í kvöld og var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti með jafn mörg stig, Stjarnan var þó með betri markatölu. Valsmenn voru aldrei inni í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Stjarnan sýndi enn einu sinni að þeir eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Fyrsta markið kom strax á áttundu mínútu en það var Ellert Hreinsson sem skoraði eftir fyrirgjöf frá Guðna Rúnari Helgasyni. Ellert var illa dekkaður á fjærstönginni og kláraði færið stöngin inn. Stjarnan var gjörsamlega með undirtökin eftir markið og Valsmenn náðu aldrei að ógna. Pétur Markan átti þó fínt færi en Guðni Rúnar komst fyrir boltann. Atli Sveinn átti síðan sláarskot af um fjörutíu metra færi. Þetta var það sem stóð upp úr hjá Valsmönnum í leiknum. Arnar Már Björgvinsson skoraði síðan á 42. mínútu og staðan því 2:0 í hálfleik. Sanngjarnt. Margir bjuggust við Valsmönnum grimmari, því mikið vantaði uppá. Sóknarleikur liðsins var í molum og Stjörnumenn gerðu það sem þeir vildu allan leikinn. Ellert Hreinsson skoraði síðan þriðja markið á 58. mínútu með skalla, glæsilegt mark og algjörlega verðskuldað. Eftir þetta var sem Valsmenn gæfust upp og var lánleysið að narta í hælana á þeim það sem eftir lifði leiks. Stjörnumenn héldu enn undirtökunum og kláruðu leikinn nokkuð öruggt. Nýliðar Stjörnunnar eru ekki lengur ungt og efnilegt lið heldur eru þeir klárlega orðnir eitt besta lið deildarinnar. Það er gaman að horfa á þá spila og Valsmenn áttu engin svör í kvöld. Stjarnan verður í efri hlutanum í lok móts með þessu áframhaldi. Það var helst Haraldur Björnsson markvörður Vals sem var ljósi punkturinn í leik liðsins í kvöld. Hann varði oft á tíðum glæsilega og er til alls líklegur í sumar. Hjá Stjörnunni voru það Arnar Már Björgvinsson og Ellert Hreinsson sem stóðu upp úr. Allt liðið lék reyndar vel en lítið reyndi á markvörð þeirra í leiknum. Aftasta línan hjá Stjörnunni var örugg og gaf engin færi á sér. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að skoða lýsinguna með því að smella hér: Stjarnan - Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld. 25. júní 2009 22:02 Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki. 25. júní 2009 21:52 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Valsmenn mættu á Stjörnuvöll í kvöld og var um sannkallaðan sex stiga leik að ræða. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti með jafn mörg stig, Stjarnan var þó með betri markatölu. Valsmenn voru aldrei inni í leiknum og voru heppnir að tapa ekki stærra. Stjarnan sýndi enn einu sinni að þeir eru með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. Fyrsta markið kom strax á áttundu mínútu en það var Ellert Hreinsson sem skoraði eftir fyrirgjöf frá Guðna Rúnari Helgasyni. Ellert var illa dekkaður á fjærstönginni og kláraði færið stöngin inn. Stjarnan var gjörsamlega með undirtökin eftir markið og Valsmenn náðu aldrei að ógna. Pétur Markan átti þó fínt færi en Guðni Rúnar komst fyrir boltann. Atli Sveinn átti síðan sláarskot af um fjörutíu metra færi. Þetta var það sem stóð upp úr hjá Valsmönnum í leiknum. Arnar Már Björgvinsson skoraði síðan á 42. mínútu og staðan því 2:0 í hálfleik. Sanngjarnt. Margir bjuggust við Valsmönnum grimmari, því mikið vantaði uppá. Sóknarleikur liðsins var í molum og Stjörnumenn gerðu það sem þeir vildu allan leikinn. Ellert Hreinsson skoraði síðan þriðja markið á 58. mínútu með skalla, glæsilegt mark og algjörlega verðskuldað. Eftir þetta var sem Valsmenn gæfust upp og var lánleysið að narta í hælana á þeim það sem eftir lifði leiks. Stjörnumenn héldu enn undirtökunum og kláruðu leikinn nokkuð öruggt. Nýliðar Stjörnunnar eru ekki lengur ungt og efnilegt lið heldur eru þeir klárlega orðnir eitt besta lið deildarinnar. Það er gaman að horfa á þá spila og Valsmenn áttu engin svör í kvöld. Stjarnan verður í efri hlutanum í lok móts með þessu áframhaldi. Það var helst Haraldur Björnsson markvörður Vals sem var ljósi punkturinn í leik liðsins í kvöld. Hann varði oft á tíðum glæsilega og er til alls líklegur í sumar. Hjá Stjörnunni voru það Arnar Már Björgvinsson og Ellert Hreinsson sem stóðu upp úr. Allt liðið lék reyndar vel en lítið reyndi á markvörð þeirra í leiknum. Aftasta línan hjá Stjörnunni var örugg og gaf engin færi á sér. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hægt er að skoða lýsinguna með því að smella hér: Stjarnan - Valur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld. 25. júní 2009 22:02 Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki. 25. júní 2009 21:52 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld. 25. júní 2009 22:02
Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki. 25. júní 2009 21:52