Umfjöllun: FH með sigur í Eyjum Ellert Scheving skrifar 28. júní 2009 22:44 Atli Guðnason skoraði í kvöld. Mynd/Stefán FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu. Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna. Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu. Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið. Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni. Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin. Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum. Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út. FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum. Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu. ÍBV-FH 0-3 Atli Viðar Björnsson (9.) Matthías Vilhjálmsson (19.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið uppDómari: Þóroddur Hjaltalín 4. Skot (á mark): 12-18 (5-9)Varin skot: Albert 7 - Daði 5Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 11-14Rangstöður: 4-3 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 6 Matt Garner 5 Christopher Clements 4 Andri Ólafsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 (62, Augustine Nsumba 4) Pétur Runólfsson 4 Tony Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 3 Ingi Rafn Ingibergsson 5 (62, Viðar Örn Kjartanson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Ajay Leicht Smith 5 (62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 5 Tommy Nielsen 5 (73, Viktor Örn Guðmundsson) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Pétur Viðarsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 5Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksinsAtli Guðnason 5 Guðmundur Sævarsson 5 (83, Björn Daníel Sverrisson) Atli Viðar Björnsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (40, Freyr Bjarnason 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu. Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna. Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu. Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið. Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni. Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin. Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum. Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út. FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum. Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu. ÍBV-FH 0-3 Atli Viðar Björnsson (9.) Matthías Vilhjálmsson (19.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið uppDómari: Þóroddur Hjaltalín 4. Skot (á mark): 12-18 (5-9)Varin skot: Albert 7 - Daði 5Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 11-14Rangstöður: 4-3 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 6 Matt Garner 5 Christopher Clements 4 Andri Ólafsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 (62, Augustine Nsumba 4) Pétur Runólfsson 4 Tony Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 3 Ingi Rafn Ingibergsson 5 (62, Viðar Örn Kjartanson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Ajay Leicht Smith 5 (62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 5 Tommy Nielsen 5 (73, Viktor Örn Guðmundsson) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Pétur Viðarsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 5Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksinsAtli Guðnason 5 Guðmundur Sævarsson 5 (83, Björn Daníel Sverrisson) Atli Viðar Björnsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (40, Freyr Bjarnason 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira