Umfjöllun: FH með sigur í Eyjum Ellert Scheving skrifar 28. júní 2009 22:44 Atli Guðnason skoraði í kvöld. Mynd/Stefán FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu. Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna. Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu. Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið. Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni. Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin. Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum. Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út. FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum. Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu. ÍBV-FH 0-3 Atli Viðar Björnsson (9.) Matthías Vilhjálmsson (19.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið uppDómari: Þóroddur Hjaltalín 4. Skot (á mark): 12-18 (5-9)Varin skot: Albert 7 - Daði 5Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 11-14Rangstöður: 4-3 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 6 Matt Garner 5 Christopher Clements 4 Andri Ólafsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 (62, Augustine Nsumba 4) Pétur Runólfsson 4 Tony Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 3 Ingi Rafn Ingibergsson 5 (62, Viðar Örn Kjartanson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Ajay Leicht Smith 5 (62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 5 Tommy Nielsen 5 (73, Viktor Örn Guðmundsson) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Pétur Viðarsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 5Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksinsAtli Guðnason 5 Guðmundur Sævarsson 5 (83, Björn Daníel Sverrisson) Atli Viðar Björnsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (40, Freyr Bjarnason 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu. Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna. Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu. Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið. Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni. Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin. Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum. Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út. FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum. Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu. ÍBV-FH 0-3 Atli Viðar Björnsson (9.) Matthías Vilhjálmsson (19.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið uppDómari: Þóroddur Hjaltalín 4. Skot (á mark): 12-18 (5-9)Varin skot: Albert 7 - Daði 5Horn: 5-6Aukaspyrnur fengnar: 11-14Rangstöður: 4-3 ÍBV (4-4-2) Albert Sævarsson 6 Matt Garner 5 Christopher Clements 4 Andri Ólafsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 (62, Augustine Nsumba 4) Pétur Runólfsson 4 Tony Mawejje 4 Gauti Þorvarðarson 3 Ingi Rafn Ingibergsson 5 (62, Viðar Örn Kjartanson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Ajay Leicht Smith 5 (62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 5 Tommy Nielsen 5 (73, Viktor Örn Guðmundsson) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 Pétur Viðarsson 6 Davíð Þór Viðarsson 5 Tryggvi Guðmundsson 5Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksinsAtli Guðnason 5 Guðmundur Sævarsson 5 (83, Björn Daníel Sverrisson) Atli Viðar Björnsson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (40, Freyr Bjarnason 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira