Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga Elvar Geir Magnússon skrifar 29. júní 2009 19:15 Prince Rajcomar kom inn sem varamaður í hálfleik. Mynd/Daníel KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24
Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32