Umfjöllun: Mögnuð endurkoma KR-inga Elvar Geir Magnússon skrifar 29. júní 2009 19:15 Prince Rajcomar kom inn sem varamaður í hálfleik. Mynd/Daníel KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
KR-ingar unnu ótrúlegan sigur, 3-2, í Pepsi-deild karla í kvöld eftir að hafa lent 0-2 undir. Alfreð Finnbogason og Olgeir Sigurgeirsson komu Blikunum yfir með tveimur mörkum snemma leiks og staðan var 0-2 fyrir gestinum í hálfleik. KR-ingar gáfust hins vegar ekki upp og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði snemma í seinni hálfleik en varnarmennirnir Grétar S. Sigurðsson og Mark Rutgers tryggðu sigurinn með tveimur mörkum í blálokin. Leikurinn í kvöld var hreint frábær skemmtun og byrjuðu lætin snemma leiks þegar Guðmundur Benediktsson átti skalla í innanverða stöngina. En Blikar tóku hinsvegar forystuna eftir gott spil. Kristinn Steindórsson átti hnitmiðaða sendingu á Alfreð sem lék á Stefán Loga Magnússon og renndi svo knettinum í netið. Ekki löngu síðar bætti Olgeir við marki eftir glæsilegan samleik við Alfreð. Olgeir rak naglann laglega á sóknina með laglegu skoti. Stuðningsmenn KR voru hreint orðlausir en viðureign þessara liða í fyrra var rifjuð upp þar sem Blikar náðu einnig tveggja marka forystu snemma leiks. Logi Ólafsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og breytti leikskipulaginu enda voru hans menn nær sundurspilaðir á löngum köflum. Þessar breytingar virkuðu því Óskar Örn skoraði snemma í seinni hálfleik. Jordao Diogo á þó heiðurinn af því marki enda átti hann frábæran undirbúning. Ingvar Kale átti góðan leik í marki Breiðabliks í kvöld og varði hann vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Þrátt fyrir það klúður lögðu KR-ingar ekki árar í bát. Á 86. mínútu höfðu þeir heppnina með sér þegar Grétar Sigfinnur átti hörkuskalla sem endaði í markinu. KR-ingar voru alls ekki saddir og héldu áfram að sækja. Baldur Sigurðsson átti skalla í slá rétt áður en venjulegum leiktíma lauk. Í uppbótartímanum kom síðan sigurmarkið en það gerði Rutgers með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. KR-ingar fögnuðu innilega í leikslok enda gríðarlega mikilvægur sigur fyrir þá ef þeir ætla að halda í við FH-inga. Blikar voru hinsvegar hundsvekktir. KR - Breiðablik 3-20-1 Alfreð Finnbogason (12.) 0-2 Olgeir Sigurgeirsson (15.) 1-2 Óskar Örn Hauksson (48.) 2-2 Grétar S. Sigurðarson (86.) 3-2 Mark Rutgers (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1969 Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson 5. Skot (á mark): 15-7 (12-4)Varin skot: Stefán 2 – Ingvar 8Horn: 7-4Aukaspyrnur fengnar: 15-13Rangstöður: 2-1 KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (76. Atli Jóhannsson x) Jónas Guðni Sævarsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Benediktsson 5 (46. Prince Rajcomar 6) Gunnar Örn Jónsson 5 (46. Björgólfur Takefusa 7)Breiðablik (4-4-2) Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Guðmann Þórisson 6 (44. Elfar Freyr Helgason 4)Kári Ársælsson 8 – Maður leiksins Kristinn Jónsson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 6 (72. Haukur Baldvinsson x) Olgeir Sigurgeirsson 6 Arnar Grétarsson 7 (90. Árni Kristinn Gunnarsson x) Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik KR og Breiðabliks í 9. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: KR - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24 Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Jónas Guðni: Frábær karakter „Þetta var hörkugóður leikur og skemmtilegur áhorfs. Áhorfendur létu vel í sér heyra og það var frábær stemning, bæði út á vellinum og uppi í stúku," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir sigurinn dramatíska á Breiðabliki í kvöld. 29. júní 2009 22:24
Ólafur: Fáránlegt að tapa þessum leik Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum þungur á brún eftir leikinn í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá fékk liðið á sig þrjú mörk í þeim síðari. 29. júní 2009 22:32