Umfjöllun: Baldur afgreiddi Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2009 15:28 Baldur stangaði tvö bolta í netið í kvöld. Mynd/Daníel Tvö skallamörk frá Baldri Sigurðssyni dugðu bikarmeisturum KR gegn Grindavík í kvöld. KR vann því báðar viðureignirnar gegn Grindavík í sumar en KR vann fyrri leikinn í Grindavík, 0-4. Leikurinn var liður í 13. umferð mótsins þó svo aðeins séu búnar átta umferðir. KR er aftur á móti í Evrópukeppni og því varð spila þennan leik núna. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og Ondo hættulegur frammi. KR-ingar tóku þó völdin á vellinum smám saman og eftir 20 mínútur stýrðu þeir algjörlega umferðinni. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum í leiknum og eftir tvær slíkar skoraði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson. Báðar spyrnurnar komu frá Guðmundi Benediktssyni og mörkin með fimm mínútna millibili. Fyrst skallaði Baldur nánast af línu í netið og seinna markið var fallegra enda skalli utar í teignum. Baldur fékk síðan höfuðhögg í seinni hálfleik og varð að fara á sjúkrahús. Hann lék annars afar vel, var síógnandi frammi, vann boltann aftar á vellinum og Grindvíkingar réðu lítið við hann. KR-liðið var sterkt í þessum leik. Spilaði flottan og skemmtilegan fótbolta lungann úr fyrri hálfleik. Þá gekk boltinn hratt og kantarnir notaðir vel og þá aðallega sá vinstri þar sem Diogo fór oft mikinn. Óskar Örn var slakur á hinum kantinum og virðist vera bestur þegar hann kemur af bekknum því ekki hefur hann skilað miklu þegar hann er í byrjunarliðinu. KR-ingar klipptu Ondo og Ramsay vel úr leiknum og við svo búið átti Grindavík engin svör. Þeir byrjuðu vel en svo fjaraði undan þeirra leik og þeir sköpuðu ekki eitt alvöru færi í síðari hálfleik. Sanngjarn sigur KR sem er komið aftur á beinu brautina. KR-Grindavík 2-01-0 Baldur Sigurðsson (31.) 2-0 Baldur Sigurðsson (36.) Áhorfendur: 1.011Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Skot (á mark): 19-16 (11-3)Varin skot: Stefán 3 – Óskar 9Horn: 16-2Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 1-2 KR (4-4-2)Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 7 Óskar Örn Hauksson 3 (74., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 7Baldur Sigurðsson 8 – Maður leiksins (70., Guðmundur Pétursson 4) Guðmundur Benediktsson 5 (81., Prince Rajcomar -) Gunnar Örn Jónsson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 8 Ray Anthony Jónsson 3 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 3 Óli Baldur Bjarnason 2 (77., Eysteinn Húni Hauksson -) Sylvain Soumare 3 (77., Þórarinn Kristjánsson -) Scott McKenna Ramsay 4 Gilles Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: KR - Grindavík Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37 Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50 Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Tvö skallamörk frá Baldri Sigurðssyni dugðu bikarmeisturum KR gegn Grindavík í kvöld. KR vann því báðar viðureignirnar gegn Grindavík í sumar en KR vann fyrri leikinn í Grindavík, 0-4. Leikurinn var liður í 13. umferð mótsins þó svo aðeins séu búnar átta umferðir. KR er aftur á móti í Evrópukeppni og því varð spila þennan leik núna. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og Ondo hættulegur frammi. KR-ingar tóku þó völdin á vellinum smám saman og eftir 20 mínútur stýrðu þeir algjörlega umferðinni. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum í leiknum og eftir tvær slíkar skoraði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson. Báðar spyrnurnar komu frá Guðmundi Benediktssyni og mörkin með fimm mínútna millibili. Fyrst skallaði Baldur nánast af línu í netið og seinna markið var fallegra enda skalli utar í teignum. Baldur fékk síðan höfuðhögg í seinni hálfleik og varð að fara á sjúkrahús. Hann lék annars afar vel, var síógnandi frammi, vann boltann aftar á vellinum og Grindvíkingar réðu lítið við hann. KR-liðið var sterkt í þessum leik. Spilaði flottan og skemmtilegan fótbolta lungann úr fyrri hálfleik. Þá gekk boltinn hratt og kantarnir notaðir vel og þá aðallega sá vinstri þar sem Diogo fór oft mikinn. Óskar Örn var slakur á hinum kantinum og virðist vera bestur þegar hann kemur af bekknum því ekki hefur hann skilað miklu þegar hann er í byrjunarliðinu. KR-ingar klipptu Ondo og Ramsay vel úr leiknum og við svo búið átti Grindavík engin svör. Þeir byrjuðu vel en svo fjaraði undan þeirra leik og þeir sköpuðu ekki eitt alvöru færi í síðari hálfleik. Sanngjarn sigur KR sem er komið aftur á beinu brautina. KR-Grindavík 2-01-0 Baldur Sigurðsson (31.) 2-0 Baldur Sigurðsson (36.) Áhorfendur: 1.011Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Skot (á mark): 19-16 (11-3)Varin skot: Stefán 3 – Óskar 9Horn: 16-2Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 1-2 KR (4-4-2)Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 7 Óskar Örn Hauksson 3 (74., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 7Baldur Sigurðsson 8 – Maður leiksins (70., Guðmundur Pétursson 4) Guðmundur Benediktsson 5 (81., Prince Rajcomar -) Gunnar Örn Jónsson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 8 Ray Anthony Jónsson 3 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 3 Óli Baldur Bjarnason 2 (77., Eysteinn Húni Hauksson -) Sylvain Soumare 3 (77., Þórarinn Kristjánsson -) Scott McKenna Ramsay 4 Gilles Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: KR - Grindavík
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37 Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50 Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37
Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50
Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45