Umfjöllun: Góður Fylkissigur í Dalnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 28. júní 2009 17:13 Mynd/Stefán Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira