Umfjöllun: Framsigur í tilþrifalitlum leik Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. júní 2009 22:25 Kristján Hauksson lék gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Mynd/Valli Fram sótti Fjölni heim í Grafarvog í gærkvöldi. Leikurinn var heldur tilþrifalítill og leikmenn virtust ekki vera mættir til að láta ljós sitt skína. Bæði lið voru óhemju lengi í gang, sérstaklega heimamenn. Gestirnir voru örlítið sprækari en það varð þó ekki til að gera leikinn skemmtilegan áhorfs. Fátt markvert gerðist fyrsta hálftímann, en á 31. mínútu átti Hjálmar Þórarinsson skalla úr, að því er virtist, vonlausri stöðu. Hann var utarlega í teignum en náði að skalla aftur fyrir sig og boltinn var á leið í markhornið, rétt undir þverslánni, þegar Hrafn blakaði honum í burtu. Gestirnir virtust hressast við þetta og á 41. mínútu átti Hreiðar Geir prýðisgóðan skalla á markið, en aftur var Hrafn vel á verði og sló boltann út af. Eftir góða hornspyrnu frá Sam Tillen, sem átti afbragðsleik í gær, varð barátta í teignum sem endaði með því að Hrafn handsamaði knöttinn. Tveimur mínútum síðar var Hrafn aftur á ferðinni og greip boltann eftir ágætis tilraun Hreiðars. Hrafn virtist fá högg í síðuna og meiðast en hann hélt þó áfram leik. Á 43. mínútu átti Tillen aðra góða hornspyrnu og að þessu sinni var það Ívar Björnsson sem sveif manna hæst og skallaði boltann glæsilega í netið. Stakk hann þar með upp í áhangendur Fjölnis sem höfðu látið hann heyra það allan hálfleikinn - eins og raunar Kristján Hauksson - en Ívar er fyrrum leikmaður Fjölnis og Kristján var í láni hjá liðinu í fyrra. Fjölnismenn komu mun grimmari í seinni hálfleikinn og virtust staðráðnir í að jafna. Þeim gekk þó illa upp við markið framan af hálfleiknum og Fram átti nokkrum sinnum góðar skyndisóknir. Á 55. mínútu báru sóknartilburðir Fjölnis árangur þegar boltinn barst til Jónasar Grana inni í teig og hann setti hann í netið með ágætu skoti. Heimamenn hresstust við markið og virtust ætla að láta kné fylgja kviði. Allt of margar sendingar upp við vítateig Fram fóru þó forgörðum og vörn Fram stóð vaktina vel. Á 78. mínútu átti Sam Tillen enn einn góðan sprettinn upp vinstri kantinn. Eftir laglegt samspil gaf hann góða fyrirgjöf inn í teig þar sem Almarr Ormsson, sem komið hafði inn sem varamaður í seinni hálfleik, renndi sér á boltann og skoraði laglegt mark. Almarr hefur verið iðinn við kolann eftir að hann var settur framar á völlinn. Leikurinn var kaflakenndur eftir markiði, datt stundum niður, en þegar leið að leikslokum reyndu Fjölnismenn hvað þeir gátu að jafna. Nokkur barátta var í mönnum; engum þó meiri en Josep Tillen sem verðskuldaði nokkrum sinnum spjald fyrir stælana í sér. Spjaldið fékk hann loks þegar hann missti annan skó sinn og henti honum út af. Heilt yfir voru gestirnir betri í leiknum og sigurinn nokkuð sanngjarn. Fjölnir átti ágætiskafla í seinni hálfleik en þeir voru of fáir og stuttir. Liðið verður að laga samspilið hjá sér og setja meiri kraft fram á við ætli það sér að halda sér í deildinni. Fjölnir - Fram 1-2 0-1 Ívar Björnsson (43.) 1-1 Jónas Grani Garðarson (55.) 1-2 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 929Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Skot (á mark): 7-10 (3-5)Varin skot: Hrafn: 3 Hannes: 2Horn: 3-5Aukaspyrnur fengnar: 12-16Rangstöður: 3-2 Fjölnir 4-5-1 Hrafn Davíðsson 4 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 4 Ólafur Páll Johnson 5 Magnús Ingi Einarsson 6 Jónas Grani Garðarson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 4 Tómas Leifsson 4 Heimir Snær Guðmundsson 4 ( 28. Geir Kristinsson 6) Illugi Þór Gunnarsson 5 (86. Aron Jóhannsson -) Vigfús Arnar Jósepsson 4 (75. Kristinn Freyr Sigurðsson -) Fram 4-4-2 Hannes Þór Halldórsson 5 Ian Paul McShane 6 (87. Grímur Björn Grímsson -) Ingvar Þór Ólason 5 (66. Joseph Tillen 5) Kristján Hauksson 5 Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 7Samuel Lee Tillen 8 - Maður leiksins Hjálmar Þórarinsson 6 (55. Almarr Ormarsson 7) Ívar Björnsson 7 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Lá ekki fyrir okkur í kvöld „Þetta gekk ekki í kvöld hjá okkur og þetta fór ekki eins og við lögðum upp með,“ segir Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, eftir tap Fjölnis gegn Fram. 28. júní 2009 22:09 Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði „Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni. 28. júní 2009 22:02 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Fram sótti Fjölni heim í Grafarvog í gærkvöldi. Leikurinn var heldur tilþrifalítill og leikmenn virtust ekki vera mættir til að láta ljós sitt skína. Bæði lið voru óhemju lengi í gang, sérstaklega heimamenn. Gestirnir voru örlítið sprækari en það varð þó ekki til að gera leikinn skemmtilegan áhorfs. Fátt markvert gerðist fyrsta hálftímann, en á 31. mínútu átti Hjálmar Þórarinsson skalla úr, að því er virtist, vonlausri stöðu. Hann var utarlega í teignum en náði að skalla aftur fyrir sig og boltinn var á leið í markhornið, rétt undir þverslánni, þegar Hrafn blakaði honum í burtu. Gestirnir virtust hressast við þetta og á 41. mínútu átti Hreiðar Geir prýðisgóðan skalla á markið, en aftur var Hrafn vel á verði og sló boltann út af. Eftir góða hornspyrnu frá Sam Tillen, sem átti afbragðsleik í gær, varð barátta í teignum sem endaði með því að Hrafn handsamaði knöttinn. Tveimur mínútum síðar var Hrafn aftur á ferðinni og greip boltann eftir ágætis tilraun Hreiðars. Hrafn virtist fá högg í síðuna og meiðast en hann hélt þó áfram leik. Á 43. mínútu átti Tillen aðra góða hornspyrnu og að þessu sinni var það Ívar Björnsson sem sveif manna hæst og skallaði boltann glæsilega í netið. Stakk hann þar með upp í áhangendur Fjölnis sem höfðu látið hann heyra það allan hálfleikinn - eins og raunar Kristján Hauksson - en Ívar er fyrrum leikmaður Fjölnis og Kristján var í láni hjá liðinu í fyrra. Fjölnismenn komu mun grimmari í seinni hálfleikinn og virtust staðráðnir í að jafna. Þeim gekk þó illa upp við markið framan af hálfleiknum og Fram átti nokkrum sinnum góðar skyndisóknir. Á 55. mínútu báru sóknartilburðir Fjölnis árangur þegar boltinn barst til Jónasar Grana inni í teig og hann setti hann í netið með ágætu skoti. Heimamenn hresstust við markið og virtust ætla að láta kné fylgja kviði. Allt of margar sendingar upp við vítateig Fram fóru þó forgörðum og vörn Fram stóð vaktina vel. Á 78. mínútu átti Sam Tillen enn einn góðan sprettinn upp vinstri kantinn. Eftir laglegt samspil gaf hann góða fyrirgjöf inn í teig þar sem Almarr Ormsson, sem komið hafði inn sem varamaður í seinni hálfleik, renndi sér á boltann og skoraði laglegt mark. Almarr hefur verið iðinn við kolann eftir að hann var settur framar á völlinn. Leikurinn var kaflakenndur eftir markiði, datt stundum niður, en þegar leið að leikslokum reyndu Fjölnismenn hvað þeir gátu að jafna. Nokkur barátta var í mönnum; engum þó meiri en Josep Tillen sem verðskuldaði nokkrum sinnum spjald fyrir stælana í sér. Spjaldið fékk hann loks þegar hann missti annan skó sinn og henti honum út af. Heilt yfir voru gestirnir betri í leiknum og sigurinn nokkuð sanngjarn. Fjölnir átti ágætiskafla í seinni hálfleik en þeir voru of fáir og stuttir. Liðið verður að laga samspilið hjá sér og setja meiri kraft fram á við ætli það sér að halda sér í deildinni. Fjölnir - Fram 1-2 0-1 Ívar Björnsson (43.) 1-1 Jónas Grani Garðarson (55.) 1-2 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 929Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Skot (á mark): 7-10 (3-5)Varin skot: Hrafn: 3 Hannes: 2Horn: 3-5Aukaspyrnur fengnar: 12-16Rangstöður: 3-2 Fjölnir 4-5-1 Hrafn Davíðsson 4 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 4 Ólafur Páll Johnson 5 Magnús Ingi Einarsson 6 Jónas Grani Garðarson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 4 Tómas Leifsson 4 Heimir Snær Guðmundsson 4 ( 28. Geir Kristinsson 6) Illugi Þór Gunnarsson 5 (86. Aron Jóhannsson -) Vigfús Arnar Jósepsson 4 (75. Kristinn Freyr Sigurðsson -) Fram 4-4-2 Hannes Þór Halldórsson 5 Ian Paul McShane 6 (87. Grímur Björn Grímsson -) Ingvar Þór Ólason 5 (66. Joseph Tillen 5) Kristján Hauksson 5 Auðun Helgason 6 Halldór Hermann Jónsson 5 Daði Guðmundsson 5 Heiðar Geir Júlíusson 7Samuel Lee Tillen 8 - Maður leiksins Hjálmar Þórarinsson 6 (55. Almarr Ormarsson 7) Ívar Björnsson 7
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Lá ekki fyrir okkur í kvöld „Þetta gekk ekki í kvöld hjá okkur og þetta fór ekki eins og við lögðum upp með,“ segir Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, eftir tap Fjölnis gegn Fram. 28. júní 2009 22:09 Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði „Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni. 28. júní 2009 22:02 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Magnús Ingi: Lá ekki fyrir okkur í kvöld „Þetta gekk ekki í kvöld hjá okkur og þetta fór ekki eins og við lögðum upp með,“ segir Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, eftir tap Fjölnis gegn Fram. 28. júní 2009 22:09
Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði „Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni. 28. júní 2009 22:02