Umfjöllun: Jafntefli í nágrannaslagnum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2009 17:29 Mynd/Vilhelm Það var mikil stemmning á Grindavíkurvelli í gær þegar nágrannliðin Grindavík og Keflavík áttust við í Pepsi-deild karla. Liðin urðu að sættast á jafntefli sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit Grindvíkingar hafa verið í basli í sumar og voru með 7 stig fyrir þennan leik í 9.sæti deildarinnar. Keflvíkingar voru hins vegar í 4.sætinu með 17 stig og gátu með sigri farið uppfyrir Stjörnuna í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fór frekar rólega af stað og mesta stuðið var í stúkunni, en nýtt áhorfendamet var sett á Grindavíkurvell í kvöld en 1510 manns mættu á völlinn. Heimamenn náðu smátt og smátt ágætis tökum á leiknum og Gilles Mbang Ondo var ógnandi í framlínu þeirra. Varnarleikur Keflavíkur var hins vegar nokkuð traustur í hálfleiknum og Lasse Jörgensen varði það sem á markið kom. Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti hins vegar hættulegasta færið í fyrri hálfleik en skot hans frá markteig fór framhjá marki Grindavíkur. Það var síðan Magnús sem kom gestunum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Sylvian Soumare tók Símun Samuelsen niður í vítateignum og góður dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, gerði rétt í því að dæma vítaspyrnu sem Magnús skoraði örugglega úr. Grindvíkingar voru fljótir að jafna sig á þessu og héldu áfram að þjarma að vörn Keflavíkur. Þeir sköpuðu nokkrum sinnum hættu og á 74.mínútu náði Jósef Kristinn Jósefsson að jafna metin með góðu skoti úr teignum eftir góða samvinnu við Sylvian Soumare. Vel gert hjá Grindvíkingum. Eftir þetta gerðist lítið markvert og bæði liðin virtust nokkuð sátt með jafnteflið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í þessum nágrannaslag í Grindavík. Grindavík - Keflavík 1-10-1 Magnús Sverrir Þorsteinssn (v) (50.mín) 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (74.mín)Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1510Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 11 - 9 (7 - 3)Varin skot: Óskar 2 - Lasse 6Horn: 14 - 4Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður: 7 - 0Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Zoran Stamenic 7Bogi Rafn Einarsson 7 - Maður leiksins Jósef Kristinn Jósefsson 6 Gilles Mbang Ondo 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 7 Jóhann Helgason 5 Sylvian Soumare 5 (78 Eysteinn Húni Hauksson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4 (64 Óli Baldur Bjarnason 5) Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Einar Orri Einarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Símun Samuelsen 6 (78 Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 5 Stefán Örn Arnarson 4 (62 Magnús Þórir Matthíasson 5) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20 Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Það var mikil stemmning á Grindavíkurvelli í gær þegar nágrannliðin Grindavík og Keflavík áttust við í Pepsi-deild karla. Liðin urðu að sættast á jafntefli sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit Grindvíkingar hafa verið í basli í sumar og voru með 7 stig fyrir þennan leik í 9.sæti deildarinnar. Keflvíkingar voru hins vegar í 4.sætinu með 17 stig og gátu með sigri farið uppfyrir Stjörnuna í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fór frekar rólega af stað og mesta stuðið var í stúkunni, en nýtt áhorfendamet var sett á Grindavíkurvell í kvöld en 1510 manns mættu á völlinn. Heimamenn náðu smátt og smátt ágætis tökum á leiknum og Gilles Mbang Ondo var ógnandi í framlínu þeirra. Varnarleikur Keflavíkur var hins vegar nokkuð traustur í hálfleiknum og Lasse Jörgensen varði það sem á markið kom. Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti hins vegar hættulegasta færið í fyrri hálfleik en skot hans frá markteig fór framhjá marki Grindavíkur. Það var síðan Magnús sem kom gestunum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Sylvian Soumare tók Símun Samuelsen niður í vítateignum og góður dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, gerði rétt í því að dæma vítaspyrnu sem Magnús skoraði örugglega úr. Grindvíkingar voru fljótir að jafna sig á þessu og héldu áfram að þjarma að vörn Keflavíkur. Þeir sköpuðu nokkrum sinnum hættu og á 74.mínútu náði Jósef Kristinn Jósefsson að jafna metin með góðu skoti úr teignum eftir góða samvinnu við Sylvian Soumare. Vel gert hjá Grindvíkingum. Eftir þetta gerðist lítið markvert og bæði liðin virtust nokkuð sátt með jafnteflið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í þessum nágrannaslag í Grindavík. Grindavík - Keflavík 1-10-1 Magnús Sverrir Þorsteinssn (v) (50.mín) 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (74.mín)Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1510Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 11 - 9 (7 - 3)Varin skot: Óskar 2 - Lasse 6Horn: 14 - 4Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður: 7 - 0Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Zoran Stamenic 7Bogi Rafn Einarsson 7 - Maður leiksins Jósef Kristinn Jósefsson 6 Gilles Mbang Ondo 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 7 Jóhann Helgason 5 Sylvian Soumare 5 (78 Eysteinn Húni Hauksson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4 (64 Óli Baldur Bjarnason 5) Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Einar Orri Einarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Símun Samuelsen 6 (78 Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 5 Stefán Örn Arnarson 4 (62 Magnús Þórir Matthíasson 5)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20 Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20
Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31