Umfjöllun: Jafntefli í nágrannaslagnum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2009 17:29 Mynd/Vilhelm Það var mikil stemmning á Grindavíkurvelli í gær þegar nágrannliðin Grindavík og Keflavík áttust við í Pepsi-deild karla. Liðin urðu að sættast á jafntefli sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit Grindvíkingar hafa verið í basli í sumar og voru með 7 stig fyrir þennan leik í 9.sæti deildarinnar. Keflvíkingar voru hins vegar í 4.sætinu með 17 stig og gátu með sigri farið uppfyrir Stjörnuna í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fór frekar rólega af stað og mesta stuðið var í stúkunni, en nýtt áhorfendamet var sett á Grindavíkurvell í kvöld en 1510 manns mættu á völlinn. Heimamenn náðu smátt og smátt ágætis tökum á leiknum og Gilles Mbang Ondo var ógnandi í framlínu þeirra. Varnarleikur Keflavíkur var hins vegar nokkuð traustur í hálfleiknum og Lasse Jörgensen varði það sem á markið kom. Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti hins vegar hættulegasta færið í fyrri hálfleik en skot hans frá markteig fór framhjá marki Grindavíkur. Það var síðan Magnús sem kom gestunum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Sylvian Soumare tók Símun Samuelsen niður í vítateignum og góður dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, gerði rétt í því að dæma vítaspyrnu sem Magnús skoraði örugglega úr. Grindvíkingar voru fljótir að jafna sig á þessu og héldu áfram að þjarma að vörn Keflavíkur. Þeir sköpuðu nokkrum sinnum hættu og á 74.mínútu náði Jósef Kristinn Jósefsson að jafna metin með góðu skoti úr teignum eftir góða samvinnu við Sylvian Soumare. Vel gert hjá Grindvíkingum. Eftir þetta gerðist lítið markvert og bæði liðin virtust nokkuð sátt með jafnteflið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í þessum nágrannaslag í Grindavík. Grindavík - Keflavík 1-10-1 Magnús Sverrir Þorsteinssn (v) (50.mín) 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (74.mín)Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1510Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 11 - 9 (7 - 3)Varin skot: Óskar 2 - Lasse 6Horn: 14 - 4Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður: 7 - 0Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Zoran Stamenic 7Bogi Rafn Einarsson 7 - Maður leiksins Jósef Kristinn Jósefsson 6 Gilles Mbang Ondo 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 7 Jóhann Helgason 5 Sylvian Soumare 5 (78 Eysteinn Húni Hauksson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4 (64 Óli Baldur Bjarnason 5) Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Einar Orri Einarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Símun Samuelsen 6 (78 Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 5 Stefán Örn Arnarson 4 (62 Magnús Þórir Matthíasson 5) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20 Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Það var mikil stemmning á Grindavíkurvelli í gær þegar nágrannliðin Grindavík og Keflavík áttust við í Pepsi-deild karla. Liðin urðu að sættast á jafntefli sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit Grindvíkingar hafa verið í basli í sumar og voru með 7 stig fyrir þennan leik í 9.sæti deildarinnar. Keflvíkingar voru hins vegar í 4.sætinu með 17 stig og gátu með sigri farið uppfyrir Stjörnuna í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn fór frekar rólega af stað og mesta stuðið var í stúkunni, en nýtt áhorfendamet var sett á Grindavíkurvell í kvöld en 1510 manns mættu á völlinn. Heimamenn náðu smátt og smátt ágætis tökum á leiknum og Gilles Mbang Ondo var ógnandi í framlínu þeirra. Varnarleikur Keflavíkur var hins vegar nokkuð traustur í hálfleiknum og Lasse Jörgensen varði það sem á markið kom. Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson átti hins vegar hættulegasta færið í fyrri hálfleik en skot hans frá markteig fór framhjá marki Grindavíkur. Það var síðan Magnús sem kom gestunum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Sylvian Soumare tók Símun Samuelsen niður í vítateignum og góður dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, gerði rétt í því að dæma vítaspyrnu sem Magnús skoraði örugglega úr. Grindvíkingar voru fljótir að jafna sig á þessu og héldu áfram að þjarma að vörn Keflavíkur. Þeir sköpuðu nokkrum sinnum hættu og á 74.mínútu náði Jósef Kristinn Jósefsson að jafna metin með góðu skoti úr teignum eftir góða samvinnu við Sylvian Soumare. Vel gert hjá Grindvíkingum. Eftir þetta gerðist lítið markvert og bæði liðin virtust nokkuð sátt með jafnteflið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í þessum nágrannaslag í Grindavík. Grindavík - Keflavík 1-10-1 Magnús Sverrir Þorsteinssn (v) (50.mín) 1-1 Jósef Kristinn Jósefsson (74.mín)Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1510Dómari: Garðar Örn Hinriksson (7)Skot (á mark): 11 - 9 (7 - 3)Varin skot: Óskar 2 - Lasse 6Horn: 14 - 4Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður: 7 - 0Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Zoran Stamenic 7Bogi Rafn Einarsson 7 - Maður leiksins Jósef Kristinn Jósefsson 6 Gilles Mbang Ondo 7 Orri Freyr Hjaltalín 6 Scott Ramsay 7 Jóhann Helgason 5 Sylvian Soumare 5 (78 Eysteinn Húni Hauksson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 4 (64 Óli Baldur Bjarnason 5) Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Nicolai Jörgensen 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Einar Orri Einarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Símun Samuelsen 6 (78 Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 5 Stefán Örn Arnarson 4 (62 Magnús Þórir Matthíasson 5)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20 Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Kristján: Þetta var ekki nógu gott Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok. 28. júní 2009 22:20
Lúkas: Klárlega okkar besti leikur í sumar Lúkas Kostic var ánægður með frammistöðu sinna manna sem hann sagði þá bestu í sumar, þó það hefði ekki dugað til að fá þrjú stig. 28. júní 2009 22:31