Umfjöllun: Þróttarar lágu í Keflavík Smári Jökull Jónsson skrifar 25. júní 2009 18:15 Úr leik Keflavíkur og Fylkis. Mynd/Valli Keflvíkingar unnu 3-2 sigur á Þrótturum í Keflavík í kvöld þar sem þrjú af mörkunum komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. Keflvíkingar fóru þar með upp í 5.sæti deildarinnar með 17 stig en Þróttarar sitja áfram í fallsæti og eru með 5 stig eftir 9 leiki. Liðin höfðu frekar hægt um sig í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að hafa tapað 4-0 fyrir FH í síðasta leik þá lögðust Þróttarar ekki í vörn og mættu heimamönnum framarlega á vellinum. Það skilaði sér ágætlega því Þróttarar voru síst lakara liðið í hálfleiknum og fengu besta færi hans þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Lasse Jörgensen í markinu varði vel skot Hjartar. Keflvíkingar áttu líka sínar sóknir og mesta hættan skapaðist þegar Magnús Þórir Matthíasson átti gott skot úr teignum eftir sendingu Harðar Sveinssonar. Sindri í markinu varði hins vegar glæsilega og því markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikurinn var hins vegar öllu fjörugri. Keflvíkingar skoruðu strax á þriðju mínútu hálfleiksins þegar Stefán Örn Arnarson, sem kom inn sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Símun Samuelsen meiddist, kláraði færi sitt afar fagmannlega eftir góða sókn heimamanna. Eftir þetta færðu Þróttarar sig framar og áttu færi, það besta þegar Lasse Jörgensen varði stórkostlega skalla frá Hauki Páli Sigurðssyni. Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu annað mark leiksins og það kom úr vítaspyrnu sem Haukur Ingi fékk eftir að hafa verið felldur af Sindra Snæ í markinu. Hárréttur dómur og Magnús Þorsteinsson skoraði af miklu öryggi úr vítapsyrnunni. Þróttarar lögðu allt kapp á að minnka muninn og Andrés Vilhjálmsson klúðraði algjöru dauðafæri áður en Magnús Már Lúðvíksson skoraði úr annarri vítaspyrnu leiksins, en hún var dæmd eftir að Alan Sutej fékk boltann í höndina í vítateig Keflavíkur. Örskömmu síðar bætti Hörður Sveinsson við þriðja marki Keflavíkur eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Þróttar en Hörður var grunsamlega langt fyrir innan vörnina þegar hann fékk boltann. Þróttarar áttu svo síðasta orðið þegar Andrés Vilhjálmsson minnkaði muninn í 3-2 skömmu áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka. Fremur sanngjarn sigur Keflavíkur í höfn og þeir komnir í 5.sæti deildarinnar, uppfyrir Fylkismenn, en Þróttarar sitja eins og áður segir í fallsæti.Keflavík - Þróttur 2-11-0 Stefán Örn Arnarson (48.mín) 2-0 Magnús S. Þorsteinsson (70.mín) 2-1 Magnús Már Lúðvíksson (87.mín) 3-1 Hörður Sveinsson (89.mín) 3-2 Andrés Vilhjálmsson (90.mín)Áhorfendur: 727Dómari: Þorvaldur ÁrnasonSkot (á mark): 11 - 11 (5 - 8)Varin skot: Lasse 6 - Sindri 2Horn: 3 -5Aukaspyrnur fengna: 8 -12Rangstöður: 2 - 4Keflavík (4-4-2) Lasse Jörgensen 7 - Maður leiksins Guðjón Árni Antoníusson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Einar Orri Einarsson 5 Símun Samuelsen 5 (34 Stefán Örn Arnarson 6) Bessi Víðisson 4 (45 Haukur Ingi Guðnason 6) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 (68 Viktor Guðnason 5) Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Birkir Pálsson 4 Magnús Már Lúðvíksson 7 Hallur Hallsson 4 (75 Andrés Vilhjálmsson -) Dennis Danry 5 Rafn Andri Haraldsson 5 Morten Smidt 6 (63 Davíð Þór Rúnarsson 5) Hjörtur Júlíus Hjartarson 4 (75 Trausti Eiríksson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu 3-2 sigur á Þrótturum í Keflavík í kvöld þar sem þrjú af mörkunum komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. Keflvíkingar fóru þar með upp í 5.sæti deildarinnar með 17 stig en Þróttarar sitja áfram í fallsæti og eru með 5 stig eftir 9 leiki. Liðin höfðu frekar hægt um sig í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að hafa tapað 4-0 fyrir FH í síðasta leik þá lögðust Þróttarar ekki í vörn og mættu heimamönnum framarlega á vellinum. Það skilaði sér ágætlega því Þróttarar voru síst lakara liðið í hálfleiknum og fengu besta færi hans þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Lasse Jörgensen í markinu varði vel skot Hjartar. Keflvíkingar áttu líka sínar sóknir og mesta hættan skapaðist þegar Magnús Þórir Matthíasson átti gott skot úr teignum eftir sendingu Harðar Sveinssonar. Sindri í markinu varði hins vegar glæsilega og því markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikurinn var hins vegar öllu fjörugri. Keflvíkingar skoruðu strax á þriðju mínútu hálfleiksins þegar Stefán Örn Arnarson, sem kom inn sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Símun Samuelsen meiddist, kláraði færi sitt afar fagmannlega eftir góða sókn heimamanna. Eftir þetta færðu Þróttarar sig framar og áttu færi, það besta þegar Lasse Jörgensen varði stórkostlega skalla frá Hauki Páli Sigurðssyni. Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu annað mark leiksins og það kom úr vítaspyrnu sem Haukur Ingi fékk eftir að hafa verið felldur af Sindra Snæ í markinu. Hárréttur dómur og Magnús Þorsteinsson skoraði af miklu öryggi úr vítapsyrnunni. Þróttarar lögðu allt kapp á að minnka muninn og Andrés Vilhjálmsson klúðraði algjöru dauðafæri áður en Magnús Már Lúðvíksson skoraði úr annarri vítaspyrnu leiksins, en hún var dæmd eftir að Alan Sutej fékk boltann í höndina í vítateig Keflavíkur. Örskömmu síðar bætti Hörður Sveinsson við þriðja marki Keflavíkur eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Þróttar en Hörður var grunsamlega langt fyrir innan vörnina þegar hann fékk boltann. Þróttarar áttu svo síðasta orðið þegar Andrés Vilhjálmsson minnkaði muninn í 3-2 skömmu áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka. Fremur sanngjarn sigur Keflavíkur í höfn og þeir komnir í 5.sæti deildarinnar, uppfyrir Fylkismenn, en Þróttarar sitja eins og áður segir í fallsæti.Keflavík - Þróttur 2-11-0 Stefán Örn Arnarson (48.mín) 2-0 Magnús S. Þorsteinsson (70.mín) 2-1 Magnús Már Lúðvíksson (87.mín) 3-1 Hörður Sveinsson (89.mín) 3-2 Andrés Vilhjálmsson (90.mín)Áhorfendur: 727Dómari: Þorvaldur ÁrnasonSkot (á mark): 11 - 11 (5 - 8)Varin skot: Lasse 6 - Sindri 2Horn: 3 -5Aukaspyrnur fengna: 8 -12Rangstöður: 2 - 4Keflavík (4-4-2) Lasse Jörgensen 7 - Maður leiksins Guðjón Árni Antoníusson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 7 Einar Orri Einarsson 5 Símun Samuelsen 5 (34 Stefán Örn Arnarson 6) Bessi Víðisson 4 (45 Haukur Ingi Guðnason 6) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 (68 Viktor Guðnason 5) Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Birkir Pálsson 4 Magnús Már Lúðvíksson 7 Hallur Hallsson 4 (75 Andrés Vilhjálmsson -) Dennis Danry 5 Rafn Andri Haraldsson 5 Morten Smidt 6 (63 Davíð Þór Rúnarsson 5) Hjörtur Júlíus Hjartarson 4 (75 Trausti Eiríksson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira