Fleiri fréttir

Sverrir til reynslu hjá Viking

Sverrir Garðarsson mun í byrjun næstu viku halda til Noregs þar sem hann mun vera til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Viking.

Ólafur Páll vill fara frá FH

Ólafur Páll Snorrason vill losna undir samningi sínum við bikarmeistara FH og leika með öðru liði í Landsbankadeildinni á næsta ári.

Vantar lítið upp á hjá ÍA

Bjarni Guðjónsson, miðjumaður ÍA, segir í viðtali við heimasíðu félagsins að lítið vanti upp á hjá félaginu svo það geti gert atlögu að toppi Landsbankadeildarinnar. Skagamenn náðu þriðja sætinu í sumar, mörgum að óvörum.

Mikilvægt að fá Hermann inn

„Hermann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hann bætir liðsandann og ef illa gengur drífur hann menn áfram," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Stöð 2. Á morgun leikur Ísland gegn Liechtenstein í undankeppni EM.

Ísland - Liechtenstein á morgun

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Tekur tíma að jafna sig á þessu

„Þetta er alveg skelfilegt. Það mun taka okkur tíma að jafna sig á þessu," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara kvennaliðs Vals, í samtali við Vísi. Valsstúlkur féllu úr leik í Evrópukeppninni en þær töpuðu fyrir Everton í dag.

Valsstelpur sitja eftir

Kvennalið Vals náði ekki að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppni kvenna. Belgíska liðið Wezemaal náði óvænt jafntefli gegn Frankfurt, einu sterkasta félagsliði heims í kvennaflokki.

Lúkas: Ánægður með framfarirnar

Lúkas Kostic, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, var ánægður með framfarir á leik íslenska liðsins en óánægður með úrslitin gegn Austurríki í dag.

Valur tapaði fyrir Everton

Valur tapaði í dag fyrir Everton í Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fór fram í Belgíu.

Kristján Hauksson til Vals

Kristján Hauksson mun vera á leið til Íslandsmeistara Vals frá öðru Reykjavíkurfélagi, Fram.

U21 liðið mætir Austurríki á morgun

Íslenska U21 landsliðið leikur á morgun fjórða leik sinn í undankeppni Evrópumótsins. Liðið tekur þá á móti toppliði riðilsins, Austurríki, en leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 15:00.

Baldur fer ekki í atvinnumennsku

Baldur Aðalsteinsson, leikmaður Vals, hyggst ekki reyna fyrir sér í atvinnumennsku og mun spila hér á landi næsta sumar.

U19 landsliðið vann Belga

Íslenska U19 landsliðið náði heldur betur að snúa við blaðinu í kvöld. Eftir að hafa tapað illa 5-1 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í undanriðli fyrir Evrópumótið vann það Belga 3-1 í kvöld.

Þorvaldur nýr þjálfari Fram

Framarar hafa sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram. Þetta kemur lítið á óvart en Vísir greindi frá því fyrir helgi að hann yrði næsti þjálfari Safamýrarliðsins.

Eiður Smári: Við létum Letta líta vel út

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen var daufur í dálkinn eftir leikinn í dag. „Þetta lettneska lið er ekkert sérstakt. Þeir litu bara vel út því við gáfum þeim tækifæri til þess," sagði Eiður.

Árni Gautur: Ekki ásættanlegt

„Að tapa 2-4 á heimavelli gegn Lettum er ekki ásættanlegt," sagði Árni Gautur Arason, markvörður íslenska liðsins, við Vísi fljótlega eftir leikinn í dag.

Ragnar: Skitum á okkur

„Við skitum á okkur í fyrri hálfleiknum," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir leikinn í dag. „Eftir það var þetta miklu betra en maður er samt nánast orðlaus eftir þennan leik."

Jói Kalli: Engan veginn okkar dagur

„Menn eru náttúrulega mjög svekktir eftir þennan leik. Þetta er alls ekki það sem við lögðum upp með," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson eftir 2-4 tap Íslands gegn Lettlandi í dag.

Öruggur sigur hjá Valsstúlkum

Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni.

Tollefsen tekur við Víkingi

Danski þjálfarinn Jesper Tollefsen var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings og hefur gert tveggja ára samning við félagið. Tollefsen stýrði liði Leiknis í sumar en hefur nú verið falið stórt hlutverk hjá knattspyrnuakademíu Víkings.

Ólafur áfram með Breiðablik

Ólafur Helgi Kristjánsson verður áfram þjálfari meistaraflokks Breiðabliks en hann staðfesti það í samtali við Vísi.

Barry Smith með tilboð frá Val

Barry Smith stendur til boða að vera áfram hjá Val næstu tvö árin og koma einnig að þjálfarastarfi hjá félaginu.

Þorvaldur tekur við Fram

Þorvaldur Örlygsson verður í dag ráðinn þjálfari Fram í Landsbankadeildinni samkvæmt heimildum Vísis. Þorvaldur hefur verið orðaður mikið við Fram undanfarna daga en nú þykir ljóst að hann muni taka við af Ólafi Þórðarsyni. Þorvaldur stýrði liði Fjarðabyggðar í sumar og var áður með lið KA í nokkur ár.

Logi semur við KR í kvöld

Logi Ólafsson mun í kvöld semja við KR til næstu þriggja ára en Logi staðfesti það í samtali við Vísi.

Logi verður áfram með KR

Logi Ólafsson og KR Sport komust í gær að munnlegu samkomulagi um að hann haldi áfram þjálfun meistaraflokks KR.

Ólafur gæti þjálfað erlendis

Ólafur Kristjánsson segist vera með nokkur tilboð í höndunum og útilokar ekki að hann tæki að sér þjálfun annars staðar en á Íslandi.

Hreinn áfram hjá Þór

Hreinn Hringsson hefur endurnýjað samning sinn við 1. deildarlið Þórs á Akureyri

Þetta eru búin að vera frábær ár

Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira.

Líst vel á nýja þjálfarann

FH-ingurinn Freyr Bjarnason segir að sér lítist vel á nýja þjálfarann sinn hjá FH eftir að tilkynnt var að Heimir Guðjónsson tæki við FH-liðinu af Ólafi Jóhannessyni.

Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við

Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag.

Sigurbjörn skrifar undir hjá Val

Sigurbjörn Hreiðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals. Samningurinn er til eins árs en vangaveltur voru um hvort Sigurbjörn myndi leggja skóna á hilluna.

Bjarni tekur við Stjörnunni

Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í hádeginu í dag samkvæmt fréttatilkynningu frá Garðabæjarliðinu.

Þrír nýliðar í U-21 árs hópnum

Lúkas Kostic hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni EM næsta þriðjudag, en hann verður spilaður í Grindavík. Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Albert Ingason og Andrés Jóhanneson úr Fylki og Arnór Smárason frá Heerenveen í Hollandi.

Kekic áfram hjá Víkingi

Sinisa Valdimar Kekic verður áfram í herbúðum Víkings en hann hefur skrifað undir nýjan samning til eins árs. Auk þess að spila mun Kekic taka að sér þjálfun hjá félaginu og verður annar af tveimur þjálfurum 2. flokks karla.

Fylkir komst í Evrópukeppnina

Þökk sé sigri FH í bikarkeppninni í gær fengu Fylkismenn þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári.

Tryggvi: Reynslan tók þetta

Tryggvi Guðmundsson var gríðarlega ánægður eftir sigurinn á Fjölni í bikarúrslitunum í dag eins og aðrir FH-ingar.

Sjá næstu 50 fréttir