Íslenski boltinn

Stefán: Fór til ÍA vegna Guðjóns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Stefán Þór Þórðarson hefur ákveðið að semja við sitt gamla félag, ÍA á Akranesi, til eins árs.

Stefán gekk til liðs við Norrköping á Svíþjóð fyrir tímabilið 2005 en hefur á undanförnum þremur tímabilum tekist að vinna sig í hjörtu stuðningsmanna félagsins.

Þessi 32 ára gamli sóknarmaður sagði að ein helsta ástæða þess að hann ákvað að fara til ÍA var sú staðreynd að þjálfari liðsins er Guðjón Þórðarson

Stefán hefur áður spilað undir stjórn Guðjóns, hjá ÍA, landsliðinu og Stoke City.

„Við þekkjum hvorn annan inn og út. Það að hann er þjálfari liðsins er það sem lokkaði mig fyrst og fremst til Akraness út frá knattspyrnulegu sjónarmiði," sagði Stefán.

En þótt að hann hafi aðeins samið til eins árs er ekki þar með sagt að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Alls ekki. Við ætlum bara að byrja á þessu og sjá svo til. Þetta er alla vega fagnaðarefni fyrir mig og mína fjölskyldu. Vonandi er þetta einnig fagnaðarefni fyrir ÍA."

Norrköping hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn í sænsku 1. deildinni þegar þremur umferðum er ólokið.

„Það eru skemmtilegir tímar framundan. Það er til að mynda búið að skipuleggja heljarinnar veisluhöld í miðbænum eftir síðasta leikinn. Það er alveg frábært að geta skilið við félagið á svona góðum nótum. Ég er mjög sáttur við það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×