Íslenski boltinn

Ólafur gæti þjálfað erlendis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Anton

Ólafur Kristjánsson segist vera með nokkur tilboð í höndunum og útilokar ekki að hann tæki að sér þjálfun annars staðar en á Íslandi.

Ólafur hefur ekki enn gefið það út hvort hann haldi áfram með Breiðablik á næsta keppnistímabili en klásúla í samningi hans gefur honum tækifæri til 15. október næstkomandi að segja honum upp.

Hann vildi lítið segja í samtali við Vísi í kvöld en orðrómur var á kreiki að hann hefði verið að bíða eftir því að sjá hvað FH og KR gerðu sínum þjálfaramálum. Hann neitaði því algerlega.

Ólafur hefur áður starfað sem þjálfari erlendis, til að mynda hjá AGF í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×