Þetta eru búin að vera frábær ár 10. október 2007 16:43 Ólafur átti það til að snúa út úr fyrir fjölmiðlamönnum - stundum sér til gamans Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira. "Það var nú ekki búið að brjótast lengi í mér að hætta en eftir því sem leið á mótið fór ég að hugsa meira um að hætta og mér fannst þetta bara fínn tímapunktur til að hætta núna. Maður var búinn að velta þessu fram og til baka en það er bara stutt síðan ég tók þessa ákvörðun," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist alls ekki loka á að þjálfa aftur í framtíðinni. "Ég er nú ekkert að hugsa um það núna en það getur vel verið að ég skoði eitthvað svoleiðis í framtíðinni. Núna er ég fyrst og fremst að venjast því að vera búinn að taka þessa ákvörðun." En hvernig tóku forráðamenn FH í ákvörðun hans að hætta? "Þeir tóku þessu bara eins og menn. Þeir þekkja mig orðið það vel að þeir vita að það er erfitt að snúa mér ef ég er búinn að bíta eitthvað í mig. Það var allt saman gert upp í góðu," sagði Ólafur og segist mjög ánægður með árin hjá FH. "Þetta eru búin að vera frábær ár. Ég hef auðvitað haft mjög góða leikmenn á þessum tíma og það er auðvitað fyrst og fremst þeim að þakka, en ég er búinn að vera umkringdur einstöku fólki hjá félaginu alveg frá þvottahúsinu og upp í stjórn. Það er lykillinn að velgengni liðsins," sagði Ólafur. Við spurðum Ólaf hvað stæði uppúr hjá honum á tímanum með FH. "Það er tvímannalaust fyrsti meistaratitilinn okkar. Það var minn fyrsti titill sem þjálfari í úrvalsdeild og fyrsti titill klúbbsins - en svo var auðvitað bikarsigurinn um daginn mjög skemmtilegur." Ólafur hefur átt það til að lenda í litlum rimmum við fjölmiðlamenn í gegn um tíðina og hefur stundum verið stuttur í spuna í viðtölum. Hann segist ekki erfa eitt eða neitt við fjölmiðlamenn og segist hafa haft gaman af samskiptum sínum við þá.Heimir á eftir að gera góða hlutiFH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2005Mynd/Hari "Það hefur aldrei verið neitt mál hjá mér að vinna með fjölmiðlum. Ég neita því ekki að stundum hef ég ekki svarað þegar ég veit hver er að hringja og geymt það aðeins, en ég held að þetta samstarf hafi yfir höfuð verið frekar gott. Það er alveg sama hvort maður er að vinna eða tapa - þetta eru oft sömu spurningarnar sem koma út úr fjölmiðlamönnum hvort sem er og ég hef stundum aðeins verið að snúa út úr fyrir þeim - en það er bara gaman af því," sagði Ólafur léttur í bragði. Hann segist mjög ánægður með eftirmann sinn hjá FH, Heimir Guðjónsson. "Ég tel að FH hafi gert vel í því að halda Heimi og ég veit að hann á eftir að vinna gott starf. Hann er góður drengur og fær þjálfari og það er ekki nokkur vafi um það í mínum huga. Það verður erfitt fyrir hann að halda FH á toppnum en hann er fær þjálfari og á eflaust eftir að koma með nýjar og góðar áherslur inn í klúbbinn," sagði Ólafur. En er hann búinn að kenna honum öll trixin í bókinni? "Svona flest þeirra - hann veit orðið hvernig hann á að haga sér," sagði Ólafur og hló. "Hann er með gott lið og kemur með sínar áherslur inn í þetta og það er eflaust ekki verra en það sem ég var að gera." En hvað tekur nú við hjá Ólafi? "Það verða auðvitað viðbrigði að vera ekki í starfinu á næstu vikum því það er að mínu mati leiðinlegasti hlutinn af starfinu. Þá þarf að fara að tala við leikmenn og krúnka í mönnum og ég get viðurkennt að mér finnst það ekki gaman. Það er fínn plús að losna við það og ég ætla bara að skella mér til útlanda og láta mér líða vel. En svo veit maður aldrei hvað verður eftir það - það getur vel verið að maður verði strax kominn í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun - kannski sem betur fer," sagði Ólafur glettinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira. "Það var nú ekki búið að brjótast lengi í mér að hætta en eftir því sem leið á mótið fór ég að hugsa meira um að hætta og mér fannst þetta bara fínn tímapunktur til að hætta núna. Maður var búinn að velta þessu fram og til baka en það er bara stutt síðan ég tók þessa ákvörðun," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist alls ekki loka á að þjálfa aftur í framtíðinni. "Ég er nú ekkert að hugsa um það núna en það getur vel verið að ég skoði eitthvað svoleiðis í framtíðinni. Núna er ég fyrst og fremst að venjast því að vera búinn að taka þessa ákvörðun." En hvernig tóku forráðamenn FH í ákvörðun hans að hætta? "Þeir tóku þessu bara eins og menn. Þeir þekkja mig orðið það vel að þeir vita að það er erfitt að snúa mér ef ég er búinn að bíta eitthvað í mig. Það var allt saman gert upp í góðu," sagði Ólafur og segist mjög ánægður með árin hjá FH. "Þetta eru búin að vera frábær ár. Ég hef auðvitað haft mjög góða leikmenn á þessum tíma og það er auðvitað fyrst og fremst þeim að þakka, en ég er búinn að vera umkringdur einstöku fólki hjá félaginu alveg frá þvottahúsinu og upp í stjórn. Það er lykillinn að velgengni liðsins," sagði Ólafur. Við spurðum Ólaf hvað stæði uppúr hjá honum á tímanum með FH. "Það er tvímannalaust fyrsti meistaratitilinn okkar. Það var minn fyrsti titill sem þjálfari í úrvalsdeild og fyrsti titill klúbbsins - en svo var auðvitað bikarsigurinn um daginn mjög skemmtilegur." Ólafur hefur átt það til að lenda í litlum rimmum við fjölmiðlamenn í gegn um tíðina og hefur stundum verið stuttur í spuna í viðtölum. Hann segist ekki erfa eitt eða neitt við fjölmiðlamenn og segist hafa haft gaman af samskiptum sínum við þá.Heimir á eftir að gera góða hlutiFH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2005Mynd/Hari "Það hefur aldrei verið neitt mál hjá mér að vinna með fjölmiðlum. Ég neita því ekki að stundum hef ég ekki svarað þegar ég veit hver er að hringja og geymt það aðeins, en ég held að þetta samstarf hafi yfir höfuð verið frekar gott. Það er alveg sama hvort maður er að vinna eða tapa - þetta eru oft sömu spurningarnar sem koma út úr fjölmiðlamönnum hvort sem er og ég hef stundum aðeins verið að snúa út úr fyrir þeim - en það er bara gaman af því," sagði Ólafur léttur í bragði. Hann segist mjög ánægður með eftirmann sinn hjá FH, Heimir Guðjónsson. "Ég tel að FH hafi gert vel í því að halda Heimi og ég veit að hann á eftir að vinna gott starf. Hann er góður drengur og fær þjálfari og það er ekki nokkur vafi um það í mínum huga. Það verður erfitt fyrir hann að halda FH á toppnum en hann er fær þjálfari og á eflaust eftir að koma með nýjar og góðar áherslur inn í klúbbinn," sagði Ólafur. En er hann búinn að kenna honum öll trixin í bókinni? "Svona flest þeirra - hann veit orðið hvernig hann á að haga sér," sagði Ólafur og hló. "Hann er með gott lið og kemur með sínar áherslur inn í þetta og það er eflaust ekki verra en það sem ég var að gera." En hvað tekur nú við hjá Ólafi? "Það verða auðvitað viðbrigði að vera ekki í starfinu á næstu vikum því það er að mínu mati leiðinlegasti hlutinn af starfinu. Þá þarf að fara að tala við leikmenn og krúnka í mönnum og ég get viðurkennt að mér finnst það ekki gaman. Það er fínn plús að losna við það og ég ætla bara að skella mér til útlanda og láta mér líða vel. En svo veit maður aldrei hvað verður eftir það - það getur vel verið að maður verði strax kominn í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun - kannski sem betur fer," sagði Ólafur glettinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira