Jafnt hjá Íslandi og Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Grindavík skrifar 16. október 2007 13:32 Eggert Gunnþór Jónsson reynir hér að komast framhjá Andreas Dober, markaskorara Austurríkis. Mynd/E. Stefán Ísland-Austurríki 1-1 0-1 Andreas Dober (48.) 1-1 Rúrik Gíslason (64.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 20-8 (9-3) Varin skot: Haraldur 2 - Bartolomev 7 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 19-26 Rangstöður: 4-3 Áminningar: Ísland: Eggert (1.), Bjarni (24.), Heimir (45.), Theódór (78.) Austurríki: Baumgartlinger (32.), Idrizan (57.). Rautt spjald: Austurríki: Hoheneder (41.) Skiptingar: Austurríki: Harun Erber út - Andreas Schicker inn (38.) Ísland: Ari Freyr út - Arnór Smárason inn (52.) Austurríki: Besian Idrizan út - Mario Reiter inn (67.) Ísland: Kjartan Henry út - Matthías Vilhjálmsson inn (75.) Austurríki: Saurer út - Edwin Hoffer inn (77.) Ísland: Rúrik út - Gunnar Kristjánsson inn (80.) 16.58 Leik lokið Athyglisverðum leik er lokið með jafntefli. Ósanngjarnt, verður að segjast. Íslensku strákarnir sóttu linnulítið, sérstaklega eftir að þeir skoruðu jöfnunarmarkið. Tölfræðin segir sína sögu. Íslenska liðið er enn án sigurs í riðlinum og þriðja jafnteflið í röð staðreynd. 16.50 Úff! Arnór Sveinn á glæsilegan skalla í stöngina af stuttu færi. Theódór Elmar átti sendinguna fyrir, hún var einnig glæsileg. 16.44 Úff Austurríkismenn eiga dauðafæri. Varamaðurinn Hoffer á nánast frítt skot af stuttu færi en Haraldur ver glæsilega. 16.38 Íslendingar eiga laglega sókn sem lýkur á því að Rúrik gefur á Arnór sem á laglegt skot að marki. Það er varið en dómarinn dæmir engu að síður útspark. 16.30 Ísland-Austurríki 1-1 Rúrik svarar fyrir íslenska liðið og klikkar ekki á færinu nú. Hann fékk skallasendingu inn fyrir frá Bjarna Þór og kláraði færið örugglega. 16.14 Ísland-Austurríki 0-1 Austurríkismenn byrja síðari hálfleikinn af krafti. Andreas Dober á þrumuskot af 25 metra færi sem hafnar í netinu. Glæsilegt skot en aðeins annað skot Austurríkismanna í leiknum. 16.11 Síðari hálfleikur er hafinn. 15.56 Hinn skrautlegi ungverski dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks. Fjögur gul spjöld og eitt rautt hafa litið dagsins ljós. Íslendingar hafa verið betri til þessa og skapað sér eitt algert dauðafæri. Það var ótrúlegt að Rúrik nýtti það ekki. 15.49 Rautt! Leikmaður Austurríkis fékk beint rautt fyrir að ýta við Kjartani Henry. Heldur harkalegur dómur, verður að segjast. Eggert Gunnþór Jónsson fær að líta gula spjaldið strax á fyrstu mínútu leiksins.Mynd/E. Stefán 15.34 Íslendingar eiga leikinn með húð og hári. Eggert Gunnþór á gott skot að marki en yfir. 15.21 Úff! Rúrik Gíslason fær dauðafæri. Hann fær sendingu inn fyrir vörn Austurríkis og er ekki rangstæður. Hann hafði allan þann tímann sem þurfti, skaut en markvörður varði. Hirti boltann aftur og var kominn framhjá markverðinum en lét varnarmann verja á línu frá sér. 15.20 Íslenska liðið hefur átt tvær efnilegar sóknir en án þess að hafa náð að ógna verulega marki Austurríkis. 15.16 Íslendingar eru ákveðnari í byrjun en annars hefur lítið gerst. 15.08 Leikurinn er hafinn hér í Grindavík. Rúrik Gíslason eltir hér austurríska landsliðsmanninn Harun Erber.Mynd/E. Stefán 14.55 Velkomin til leiks hér á Grindavíkurvelli. Hér er ískalt og þó nokkur vindur. Leikurinn hefst eftir fimm mínútur. 14.50 Vísir mun í dag vera með beina lýsingu frá U21-landsleik Íslands og Austurríkis á Grindavíkurvelli en leikurinn hefst klukkan 15.00. Austurríki er efst í riðlinum með sjö stig eftir þrjá leiki en Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í næst neðsta sæti. Ísland tapaði fyrir Kýpur, einmitt í Grindavík, í fyrsta leik sínum í riðlinum þann 22. ágúst síðastliðinn, 1-0. Síðan gerðu strákarnir 2-2 jafntefli við Slóvakíu ytra og svo markalaust jafntefli við Belga á Akranesvelli í síðasta mánuði. Austurríki hefur einnig gert jafntefli við Slóvakíu í Slóvakíu en unnið Belgíu (1-0) og Kýpur (2-1). Ísland (4-4-2): Haraldur Björnsson; Ari Freyr Skúlason, Hallgrímur Jónasson, Heimir Einarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Birkir Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Bjarni Þór Viðarsson, Theódór Elmar Bjarnason; Rúrik Gíslason, Kjartan Henry Finnbogason. Austurríki (4-4-2): Bartolomev Kurn; Andreas Dober, Michael Stanislaw, Michael Madl, Harun Erber; Florian Klein, Julian Baumgartlinger, Christoph Saurer, Niculas Hoheneder; Besian Idrizan, Marko Stankovic. Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ísland-Austurríki 1-1 0-1 Andreas Dober (48.) 1-1 Rúrik Gíslason (64.) Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 20-8 (9-3) Varin skot: Haraldur 2 - Bartolomev 7 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 19-26 Rangstöður: 4-3 Áminningar: Ísland: Eggert (1.), Bjarni (24.), Heimir (45.), Theódór (78.) Austurríki: Baumgartlinger (32.), Idrizan (57.). Rautt spjald: Austurríki: Hoheneder (41.) Skiptingar: Austurríki: Harun Erber út - Andreas Schicker inn (38.) Ísland: Ari Freyr út - Arnór Smárason inn (52.) Austurríki: Besian Idrizan út - Mario Reiter inn (67.) Ísland: Kjartan Henry út - Matthías Vilhjálmsson inn (75.) Austurríki: Saurer út - Edwin Hoffer inn (77.) Ísland: Rúrik út - Gunnar Kristjánsson inn (80.) 16.58 Leik lokið Athyglisverðum leik er lokið með jafntefli. Ósanngjarnt, verður að segjast. Íslensku strákarnir sóttu linnulítið, sérstaklega eftir að þeir skoruðu jöfnunarmarkið. Tölfræðin segir sína sögu. Íslenska liðið er enn án sigurs í riðlinum og þriðja jafnteflið í röð staðreynd. 16.50 Úff! Arnór Sveinn á glæsilegan skalla í stöngina af stuttu færi. Theódór Elmar átti sendinguna fyrir, hún var einnig glæsileg. 16.44 Úff Austurríkismenn eiga dauðafæri. Varamaðurinn Hoffer á nánast frítt skot af stuttu færi en Haraldur ver glæsilega. 16.38 Íslendingar eiga laglega sókn sem lýkur á því að Rúrik gefur á Arnór sem á laglegt skot að marki. Það er varið en dómarinn dæmir engu að síður útspark. 16.30 Ísland-Austurríki 1-1 Rúrik svarar fyrir íslenska liðið og klikkar ekki á færinu nú. Hann fékk skallasendingu inn fyrir frá Bjarna Þór og kláraði færið örugglega. 16.14 Ísland-Austurríki 0-1 Austurríkismenn byrja síðari hálfleikinn af krafti. Andreas Dober á þrumuskot af 25 metra færi sem hafnar í netinu. Glæsilegt skot en aðeins annað skot Austurríkismanna í leiknum. 16.11 Síðari hálfleikur er hafinn. 15.56 Hinn skrautlegi ungverski dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks. Fjögur gul spjöld og eitt rautt hafa litið dagsins ljós. Íslendingar hafa verið betri til þessa og skapað sér eitt algert dauðafæri. Það var ótrúlegt að Rúrik nýtti það ekki. 15.49 Rautt! Leikmaður Austurríkis fékk beint rautt fyrir að ýta við Kjartani Henry. Heldur harkalegur dómur, verður að segjast. Eggert Gunnþór Jónsson fær að líta gula spjaldið strax á fyrstu mínútu leiksins.Mynd/E. Stefán 15.34 Íslendingar eiga leikinn með húð og hári. Eggert Gunnþór á gott skot að marki en yfir. 15.21 Úff! Rúrik Gíslason fær dauðafæri. Hann fær sendingu inn fyrir vörn Austurríkis og er ekki rangstæður. Hann hafði allan þann tímann sem þurfti, skaut en markvörður varði. Hirti boltann aftur og var kominn framhjá markverðinum en lét varnarmann verja á línu frá sér. 15.20 Íslenska liðið hefur átt tvær efnilegar sóknir en án þess að hafa náð að ógna verulega marki Austurríkis. 15.16 Íslendingar eru ákveðnari í byrjun en annars hefur lítið gerst. 15.08 Leikurinn er hafinn hér í Grindavík. Rúrik Gíslason eltir hér austurríska landsliðsmanninn Harun Erber.Mynd/E. Stefán 14.55 Velkomin til leiks hér á Grindavíkurvelli. Hér er ískalt og þó nokkur vindur. Leikurinn hefst eftir fimm mínútur. 14.50 Vísir mun í dag vera með beina lýsingu frá U21-landsleik Íslands og Austurríkis á Grindavíkurvelli en leikurinn hefst klukkan 15.00. Austurríki er efst í riðlinum með sjö stig eftir þrjá leiki en Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í næst neðsta sæti. Ísland tapaði fyrir Kýpur, einmitt í Grindavík, í fyrsta leik sínum í riðlinum þann 22. ágúst síðastliðinn, 1-0. Síðan gerðu strákarnir 2-2 jafntefli við Slóvakíu ytra og svo markalaust jafntefli við Belga á Akranesvelli í síðasta mánuði. Austurríki hefur einnig gert jafntefli við Slóvakíu í Slóvakíu en unnið Belgíu (1-0) og Kýpur (2-1). Ísland (4-4-2): Haraldur Björnsson; Ari Freyr Skúlason, Hallgrímur Jónasson, Heimir Einarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Birkir Bjarnason, Eggert Gunnþór Jónsson, Bjarni Þór Viðarsson, Theódór Elmar Bjarnason; Rúrik Gíslason, Kjartan Henry Finnbogason. Austurríki (4-4-2): Bartolomev Kurn; Andreas Dober, Michael Stanislaw, Michael Madl, Harun Erber; Florian Klein, Julian Baumgartlinger, Christoph Saurer, Niculas Hoheneder; Besian Idrizan, Marko Stankovic.
Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira