Íslenski boltinn

Rúnar gæti orðið yfirmaður knattspyrnumála hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson lék með KR í sumar en lagði svo skóna á hilluna.
Rúnar Kristinsson lék með KR í sumar en lagði svo skóna á hilluna. Mynd/Valli

Einn þeirra sem þykir hvað líklegastur í stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KR er Rúnar Kristinsson.

Sjálfur vildi hann lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi en viðurkenndi þó að ákveðnar þreifingar væru í gangi.

Samkvæmt heimildum Vísis stóðu viðræður í yfir tvo mánuði við Heimi Guðjónsson en hann ákvað frekar að taka að sér þjálfun meistaraflokks FH.

Þá kom Sigursteinn Gíslason einnig til greina en hann mun þess í stað halda áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR.

Langlíklegast þykir að Rúnar hreppi hnossið og að það verði tilkynnt formlega í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×