Fleiri fréttir

Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga

Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Stoð­sendingar Atla og Svein­dísar Jane dugðu skammt

Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Firmino yfirgefur Liverpool í sumar

Brasilíski framherjinn Roberto Firmino mun yfirgefa herbúðir Liverpool þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar eftir átta ára veru hjá félaginu.

Sandra leggur skóna á hilluna

Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag.

Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið

Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki.

Ferskir vindar í Vesturbæ: „Jákvætt í alla staði“

Ferskir vindar blása í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir komandi fótboltasumar. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR, sem er töluvert unglegri álits en í fyrra, auk þess sem stór breyting varð á hliðarlínunni.

Gætu hætt við þriggja liða riðla á HM

Sú ákvörðun gæti verið tekin síðar í þessum mánuði að hætta við þau áform að breyta fyrirkomulaginu á HM í knattspyrnu árið 2026 í þriggja liða riðla í stað fjögurra.

KA hafði betur í Akureyrarslagnum

KA vann góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Þór í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld.

Allir fengu gullsíma frá Leo Messi

Leikmenn argentínska heimsmeistaraliðsins fengu ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í Katar í desember því Lionel Messi sjálfur var líka í gjafastuði.

Sjá næstu 50 fréttir