Körfubolti

Mynda­veisla: Haukar Ís­lands­meistarar eftir ótrú­legan odda­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagnað í leikslok.
Fagnað í leikslok. Vísir/Hulda Margrét

Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta árið 2025 eftir magnaðan framlengdan oddaleik við Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði. Myndaveislu úr leiknum má sjá neðar í fréttinni.

Lengi vel leit út fyrir að Haukar væru með unninn leik í höndunum. Annað kom á daginn, Njarðvík neitaði að gefast upp og þegar fjórða leikhluta lauk var staðan jöfn. Því þurfti að framlengja og eftir ótrúlegustu framlengingu síðari ára var það heimaliðið sem stóði uppi sem Íslandsmeistari.

Hér að neðan má sjá myndirnar sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók í Ólafssal í Hafnarfirði.

Þóra Kristín Jónsdóttir var mögnuð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Það var stuð og stemmning frá fyrstu mínútu.Vísir/Hulda Margrét
Diamond Alexis Battles vill ólm fá boltann.Vísir/Hulda Margrét
Emilie Sofie Hesseldal reynir að hesthúsa sér að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Lore Devos gerir slíkt hið sama.Vísir/Hulda Margrét
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, að ræða við einn af dómurum leiksins.Vísir/Hulda Margrét
Einar Árni vildi virkilega koma skilaboðum sínum áleiðis.Vísir/Hulda Margrét
Emil Barja, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét
Njarðvíkingar fagna.Vísir/Hulda Margrét
Emilie Sofie Hesseldal smeygir sér í gegnum vörn Hauka.Vísir/Hulda Margrét
Það þarf að lágmarki tvær til að stöðva Dinkins.VÍSIR/HULDA MARGRÉT
Paulina Hersler neitar að gefa boltann frá sér.Vísir/Hulda Margrét
Brittany Dinkins lætur vaða.Vísir/Hulda Margrét
Hulda María Agnarsdóttir setti risa þrist á ögurstundu.Vísir/Hulda Margrét
Á endanum voru það samt Haukar sem fögnuðu.Vísir/Hulda Margrét
Íslandsmeistarinn Emil Barja.Vísir/Hulda Margrét
Íslandsmeistarar 2025.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×