Fleiri fréttir

Tottenham féll úr leik gegn B-deildarliði og Southampton gegn D-deildarliði

Á hverju ári býður enska bikarkeppnin, FA-bikarinn, upp á óvænt úrslit og í kvöld fengu áhorfendur að sjá tvö úrvalsdeildarlið falla úr leik gegn liðum í neðri deildum. Tottenham mátti þola 1-0 tap gegn B-deildarliði Sheffield United og D-deildarlið Grimsby Town gerði sér lítið fyrir og sló Southampton úr leik.

Þjálfari Króata neitaði að greiða atkvæði

Zlatko Dalic, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki par sáttur með Alþjóða knattspyrnusambandið og þykir brotið á sínum mönnum þegar kemur að því að veitingu viðurkenninga hjá sambandinu.

Cole Campbell skoraði í vítakeppni á móti PSG

Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn William Cole Campbell komst í gær áfram í átta liða úrslit Evrópukeppni unglingaliða þegar lið hans Borussia Dortmund sló út Paris Saint-Germain.

Hand­hafi marka­metsins á HM látinn

Just Fontaine, sem á metið yfir flest mörk skoruð í einni heimsmeistarakeppni, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Toulouse.

Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun

Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi.

Mourinho sá rautt og Roma tapaði gegn botnliðinu

Í þriðja skiptið á tímabilinu var hinn skrautlegi þjálfari Roma, José Mourinho, rekinn upp í stúku með beint rautt spjald er liðið mátti þola 2-1 tap gegn botnliði Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Silva skaddaði liðbönd og gæti verið lengi frá

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea þarf að raiða sig af án hins reynslumikla varnamanns Thiago Silva í næstu eftir að miðvörðurinn skaddaði liðbönd í hné í 2-0 tapi liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi.

Nýja Osimhen kakan slær í gegn í Napólíborg

Napolíbúar elska fótbolta og stórstjörnur liðsins eru í guðatölu í borginni. Enginn fær meiri ást og aðdáun í borginni núna en nígeríski framherjinn Victor Osimhen.

Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup.

Íslendingarnir völdu Messi en ekki þá bestu

Fulltrúar Íslands í vali FIFA á besta knattspyrnufólki ársins 2022 voru sammála um hvaða fólk ætti að vera efst á lista, en tilkynnt var um kjörið í gærkvöld.

Messi og Put­ellas valin best

Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld.

Lazio upp fyrir ná­grannana og erki­fjendurna í töflunni

Lazio vann mikilvægan 1-0 sigur á Sampdoria í baráttunni um Meistaradeildarsæti í öðrum af leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í hinum leik kvöldsins vann Fiorentina 3-0 sigur á Verona.

Ha­kimi sakaður um nauðgun

Samkvæmt franska miðlinum Le Parisen hefur kona sakað hinn gifta tveggja barna föður Achraf Hakimi, leikmann París Saint-Germain, um að hafa nauðgað sér.

Gamla brýnið Warn­ock hrósaði Jóhanni Berg í há­stert

Hinn 74 ára gamli Neil Warnock kallar ekki allt ömmu sína. Hann er í dag þjálfari Huddersfield Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Um helgina tóku Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley liðið hans Warnock í kennslustund.

Sjá næstu 50 fréttir