Fleiri fréttir

Haaland slátraði rúmlega 20 ára gömlu meti

Erling Haaland skoraði tvö marka Manchester City í öruggum 3-1 sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann setti þar með met í deildinni.

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa

Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna.

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Dæmdur svindlari sakar aðra um svindl

Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus, segir Roma hafa með hjálp knattspyrnuyfirvalda stolið ítalska meistaratitlinum af fyrrnefnda félaginu tímabilið 2000-2001.

„Hann er betri en Mbappé og Haaland“

Iván Zamorano, fyrrum framherji Inter Milan og Real Madrid, segir ungstirni Manchester City, Julián Álvarez, hafa upp á meira að bjóða en tveir bestu framherjar heims.

Þjálfarinn hvorki séð né heyrt frá Ramsey eftir HM

Lucien Favre, þjálfari Nice í Frakklandi, hefur ekkert heyrt frá velska miðjumanninum Aaron Ramsey eftir að velska landsliðið féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í Katar fyrir tæpum mánuði síðan.

Skalf af stressi þegar hann hitti Messi

Alexis Mac Allister, nýkrýndur heimsmeistari og leikmaður Brighton Hove & Albion á Englandi, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann mætti fyrst á landsliðsæfingar með stjörnunni Lionel Messi.

Alfons genginn til liðs við Twente

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er genginn til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Alfons gerir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði

Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar.

Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld.

Jón Daði snéri aftur í leikmannahóp Bolton

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Derby County í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Messi fær frí fram á nýtt ár

Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag.

Metfjöldi sá hetjuna Albert

Albert Guðmundsson var allt í öllu í 2-1 sigri liðs hans Genoa á Bari í toppslag í ítölsku B-deildinni í fótbolta í gær. Met var sett á leiknum.

Ronaldo á leið í læknisskoðun í Sádi-Arabíu

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er á leið í læknisskoðun hjá sádíska félaginu Al-Nassr í aðdraganda skipta sinn til liðsins. Sádar gera sér vonir um að ganga frá samningum fyrir áramót.

„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“

Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu.

Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu

Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag.

Totten­ham kom til baka gegn Brent­ford

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2.

Fjöldi stór­stjarna getur samið við ný lið í janúar

BT Sport hefur tekið saman hvaða knattspyrnumenn verða samningslausir næsta sumar því það þýðir að í janúar mega þeir hefja samningaviðræður við erlend félög. Á listanum má finna leikmenn á borð við Lionel Messi, Jorginho, Milan Škriniar og Karim Benzema.

Sjá næstu 50 fréttir